Endurbætur á húsnæði Landspítala varða þjóðaröryggi

Reynir Arngrímsson formaður Læknaráðs Landspítala segir í grein í Morgunblaðinu 25. ágúst síðastliðinn að: „Stærsta og brýnasta hagsmunamál í almannaþjónustu og innri öryggismálum þjóðarinnar eru endurbætur á húsnæði Landspítalans.

Einnig segir Reynir í greininni að heilbrigðisráðherra hafi endurtekið „kveðið upp um staðföst áform um byggingu nýs meðferðarkjarna og rannsóknarhúss Landspítalans. Hins vegar hafi ekki nægjanlegir fjármunir fundist til að tryggja framgang verksins. Án fjármagns gerist fátt. Það höfum við séð sem fylgst höfum með síendurteknum frestunum á byggingarframkvæmdum".


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is