Konur og Landspítalinn / 1. pistill

Konur og Landspítalinn / 1. pistill
Ingibjörg H. Bjarnason

Konur og Landspítalinn / 1. pistill

„Fyrsta máliđ sem vér viljum vinna ađ er stofnun Landspítala.“ (Ingibjörg H. Bjarnason)

Á ţessu merkisári 2015 er ţví fagnađ ađ 100 ár eru liđin frá ţví ađ konur fengu kosningarétt á Íslandi. Tímamótunum verđur fagnađ á margvíslegan hátt og samtökin Spítalinn okkar vilja gjarnan nýta tćkifćriđ og vekja athygli á hlut kvenna í byggingarsögu spítala á Íslandi. Sá hlutur er geysistór og hefur skipt höfuđmáli í uppbyggingu heilbrigđiskerfis ţjóđarinnar.

Ţađ hefur aldrei fariđ hljótt um byggingu Landspítala. Hún var ţrćtuepli ţjóđarinnar, bćđi innan Alţingis sem og utan um aldamótin 1900. Barátta kvenna fyrir spítalabyggingu teygir sig aftur til ársins 1901 en ţá gerđu St. Jósefssystur Alţingi tilbođ um byggingu 30-40 rúma spítala í Reykjavík. Sú barátta var ekki átakalaus en fyrir tilstuđlan systranna reis Landakostspítali og var tekin í notkun 1902.

Ţá taldi Alţingi ađ nóg vćri gert í bili og ađ ekki ţyrfti ađ huga meira ađ byggingu Landspítala. Ţađ var svo 19. júní áriđ 1915 sem Alţingi samţykkti lög um stjórnarfarsleg réttindi kvenna sem veittu ţeim kjörgengi og kosningarétt til jafns viđ karla.  Af ţví tilefni sáu konur ástćđu til ađ fagna og minnast međ eftirminnilegum hćtti ţessum mikilvćga áfanga í sögu kvenna.  

Tvö kvenfélög í Reykjavík tóku sig saman og stefndu saman stjórnum og formönnum kvenfélaga í landinu til ađ rćđa hvađ gera ćtti til ađ minnast ţessa mikilvćga viđburđar á minnisverđan hátt. Konur frá 12 kvenfélögum mćttu til fundar í húsnćđi Kvennaskólans og hlýddu á framsögu Ingibjargar H. Bjarnason skólastjóra og síđar alţingismanns. Hún sagđi međal annars:

„Fyrsta máliđ sem vér viljum vinna ađ er stofnun Landspítala. Vér munum starfa ađ ţessu á tvennan hátt: Í fyrsta lagi međ sjóđsstofnun og í öđru lagi međ ţví ađ beita áhrifum vorum um allt land til ađ berjast fyrir ţessu máli og fá Alţingi og landsstjórnina til ađ taka máliđ til undirbúnings og framkvćmda“.

Ingibjörg H Bjarnason var í hópi tólf kvenna sem sömdu frumvarp er flutt var á Alţingi áriđ 1915 um ţörfina fyrir byggingu Landspítala. Eftir ađ hún var kosin á ţing áriđ 1922 varđ hún einn ađaltalsmađur Landspítalamálsins eins og ţađ var kallađ. 

Í nćsta pistli um hlut kvenna í byggingarsögu Landspítala verđur fjallađ um Landspítalasjóđinn sem konur stóđu ađ og margvísleg önnur međöl sem konur notuđu í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is