Stefnumót við velferðar- og atvinnumálanefnd ASÍ

Stefnumót við velferðar- og atvinnumálanefnd ASÍ
Jóhannes M. Gunnarsson

Stefnumót við velferðar- og atvinnumálanefnd ASÍ

Í gær áttu samtökin Spítalinn okkar stefnumót við fulltrúa velferðar- og atvinnumálanefndar ASÍ. Spítalinn okkar kynnti markmið samtakanna og stöðuna á byggingu nýs Landspítala. Fundargestir sýndu verkefninu mikinn áhuga og góðar umræður spunnust að lokinni kynningu. Fram kom á fundinum að fullnaðarhönnun sjúkrahótels er nærri lokið og fyrirhugað er að bjóða út jarðvegsframkvæmdir strax í vor. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi útboðs á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna sem verður boðið út á EES-svæðinu á vormisseri.

Allir fundarmenn voru sammála um að mikilvægi þess að ekkert verði til að tefja framkvæmdir við nýjan Landspítala frekar. Húsnæði spítalans er komið mjög til ára sinna, til dæmis eru skurðstofur og gjörgæsludeild í húsnæði sem tekið var í notkun árið 1930 og hentar alls ekki fyrir slíka starfsemi á 21. öldinni. Með nýjum byggingum mun öll aðstaða mikilvægra deilda spítalans stórbatna og verða í takt við þarfir nútímans.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is