11. fundur stjórnar

11. stjórnarfundur  haldinn 13. október  kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson og Þorkell Sigurlaugsson.  Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.

Gestur fundarins var Viðar Viðarsson félagi í verkefnahóp um fjármögnun.

1. Fundargerðir 10. fundar samþykkt og undirrituð.

2.  Mögulegar fjármögnunarleiðir – Þorkell Sigurlaugsson og Viðar Viðarsson kynntu tillögu um mögulega fjármögnunarleið. Tillagan byggir á því að öflugur hópur framkvæmda- fjárfesting- og fjármögnunaraðila taki sig saman um að hrinda verkefninu í framkvæmd og að ríkið skuldbindi sig til að (1) leysa eignina til sín á fyrirfarm ákveðnu verði eða (2) semji við samstarfaðilan um að hann eigi eignina og viðhaldi henni þannig að hún nýtist Landspítala sem best, en ríkið borgi eðlilegt afgjald fyrir. Einnig var kynnt möguleg samstarfsframkvæmd, PPP verkefni samstarfsaðila og ríkis. Ennfremur voru kynnt tvö möguleg framhaldsverkefni annars vegar um nýtingu húsnæðis Borgarspítala og hins vegar um rekstur húsakosts Landspítala. Bæði þessi verkefni gætu verið PPP samstarf. Talsverðar umræður urðu um tillögurnar. Stjórn ákvað að mikilvægt væri að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að kynna honum tillöguna.

 3. Kynningamál – Anna Stefánsdóttir sagði frá því helsta sem framundan er í kynningamálum.  Mikilvægustu verkefnin eru  tveir viðburðir annar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á báðum þessum viðburðum vera myndasýningar í líkingu við það sem var í kynningabásnum á fjármálaráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga, en sú kynning þótti takast mjög vel. Einnig er fyrirhugaða að fá einstaklinga bæði úr heilbrigðisþjónustunni og stjórnsýslunni til að vera með stutt erindi, örfyrirlestra. Á það bæði við um Akureyri og Reykjavík.  Framundan eru kynningar innan Rótarý hreyfingarinnar.

 Önnur mál.

  1. Landsbankinn hefur ákveðið að styrka kynningarstarfið
  2. Viðskiptareikningur var opnaður í útibúi Landsbankans í Borgartúni.
  3. Stjórn heimilar formanni að fá greiddan kostnað við síma.

Fundi slitið kl. 18.00

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is