Fréttir af aðalfundi

Fréttir af aðalfundi
Anna Stefánsdóttir

Aðalfundur Spítalans okkar var haldinn á Hótel Natura þriðjudaginn 12. mars. Í opnunarávarpi Önnu Stefánsdóttur formanns, kom meðal annars fram: „Spítalinn okkar er nú að hefja sitt sjötta starfsár og ekki er byrjað að byggja nýja sjúkrahúsið. En það gerðist á síðasta ári að vinna hófst við gatnagerð og jarðvegsvinnu vegna byggingar meðferðarkjarnans. Það var stórt skref á vegferðinni að því húsi sem við bíðum öll eftir og höfum beðið lengi eftir“. 

Anna Stefánsdóttir vitnaði í ávarpi sínu einnig í aðra baráttukonu fyrir bættum húsakosti þjóðarsjúkrahúss:

„Þörfin kallar hærra með hverju ári“. Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en eins og við vitum var Ingibjörg ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað á árunum áður en framkvæmidr við Landspítalabyggingu hófust. Líkt og þá er uppbygging Landspítala gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks“.

Á fundinum var Anna Stefánsdóttir endurkjörin formaður. Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson voru endurkjörnin í stjórn. Kolbeinn Kolbeinsson og Guðrún Björg Birgisdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nýtt stjórnarfólk eru þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Kristján Erlendsson, sérfræðilæknir á Landspítala.

Fleiri fréttir af aðalfundi eru væntanlegar og verða birtar hér á heimasíðu samtakanna.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is