Tillaga um geðsvið Landspítala yrði á lóð Landspítala í Fossvogi var samþykkt af skipulagsyfirvöldum til kynningar

Á þessari mynd sést það svæði sem til greina kemur að byggja á . Stræð byggingarinnar yrði um 24.000…
Á þessari mynd sést það svæði sem til greina kemur að byggja á . Stræð byggingarinnar yrði um 24.000 m2 og lóðarstærð yrði um 20.000 m2. Sést rammað inn með gulum línum á svæðin austan og sunnan við Fossvogsspítala.

Það er ánægjulegt að segja frá því að tillaga um geðsvið Landspítala yrði á lóð Landspítala í Fossvogi var samþykkt af skipulagsyfirvöldum í Reykjavík til kynningar. Þetta var afgreitt með samþykki allra borgarfulltrúa á fundi umhverfis og skipulagssviðs í gær miðvikudaginn 17.október. Það hefur verið báráttumál landssamtakanna Spítalans okkar í allt að tvö ár að setja byggingu geðdeildar í forgang og finna henni væntanlega annan og heppilegri stað en við Hringbraut. Hún yrði þó að vera stutt frá Landspítala og í raun er þetta frábær staður.

Við vitum núna að fjölgun þjóðarinnar, öldrun og sívaxandi áskoranir munu gera áframhaldandi nýtingu Fossvogsspítala nauðsynlega. Þar gæti verið öldrunarstofnun, öflug aðalheilsugæslustöð fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem bráðamóttaaka og skurðstofur eru, jafnvel hægt að nýta með einfaldri Slysasvarstofu eins og var hér áður fyrr og þjónar þeim sem ekki þurfa að fara á bráðamóttöku.

 

Og ekki er hægt að hugsa sér betri stað. Tillagan sem lögð var fram var svohjóðandi. Sjá ýmis fylgigögn sem hægt er að skoða á tenglum hér meðfylgjandi. https://fundur.reykjavik.is/.../Landsp%C3%ADtalinn.pdf og ítarlegri lýsing frá Eflu: https://fundur.reykjavik.is/.../Landsp%C3%ADtalinn...

Lögð fram umsókn Nýs Landspítala ohf., dags. 21. júlí 2025, ásamt skipulagslýsingu, dags. september 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Landspítalans Fossvogi (Borgarspítalans). Skipulagssvæðið afmarkast af Háaleitisbraut til vesturs, suðurjaðri Borgarspítalans til norðurs, núverandi íbúðabyggð við Markarveg og Kjarrveg til suðurs og Álftalandi til austurs. Í breytingunni sem lögð er til felur í sér að deiliskipuleggja reitinn sunnan og austan núverandi Borgarsjúkrahúss / Landspítala í Fossvogi undir nýtt geðsvið LSH með áherslu á fremstu gæði varðandi allan aðbúnað og upplifun fólks við útfærslu sérhæfðs geðsjúkrahúss fyrir starfsmenn, sjúklinga og gesti þeirra. Einnig er lögð fram greinargerð Nýs landspítala/forathugun vegna nýbyggingar, dags. í september 2024, bréf stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala og önnur sérhæfð sjúkrahús, dags. 25. nóvember 2024, og áfangaskýrsla Eflu, dags. 10. september 2025, um kostamat fyrir staðsetningar geðþjónustu Landspítala í Fossvogi.

Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni, Veitur ohf, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni en auk þess skal útfæra skipulagsgerðina í samráði við skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar og skrifstofu umhverfisgæða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, USK, auk skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og kynna hana fyrir almenningi. USK25070268

Við fögnum þessum mikilvæga áfanga og hér er mynd sem sýnir lóðamörkin fyrir þessa 24.000 m2 byggingu sem yrði á hluta af þessum reit sem er á hægri myndinni gulmerktur austan megin og sunnan megin við Fossvogesspítala. Þetta yrði tveggja hæða bygging hönnuð með nútímalega hugsun og umhverfi í huga eins og byggt hefur verið víða t.d. á Norðurlöndunum á undanförnum árum.  Takk fyrir stuðninginn undanfarin ár og höldum barátunni áfram fyrir nýjum verkefnum svo svo sannarlega eru óþrjótandi.