20.04.2025
Hér eru fréttir af framkvæmdum vegna helstu nýbygginga- og endurbótaverkefna hjá nýja Landspítala (NLSH).
19.04.2025
Landsamtökin Spítalinn okkar stóð fyrir málþings um framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu í tengslum við nýjan Landspítala mánudaginn 31.mars kl.13.00-16.00 á Hilton Nordica með aðalfyrirlesara, Birgitte Rav Dagenkolv forstjóra Hvidovre Spítalans í Kaupmannahöfn. Lýsti hún uppbyggingu og flutningi í nýbyggingu við spítalann. Kynnt var auk þess undirbúningur flutninga í meðferðarkjarnann og svo heildarþróun allra bygginga innan og utan Hringbrautarsvæðisins til lengri framtíðar. Yfir 100 manns mættu á málþingið og fá allir sendar kynningarnar fljótlega. Þökkum fyrir góða þátttöku á málþinginu enda var mikið í það lagt og án um 500 virkra þáttakenda sem greina kr. 2.500 á ári væri ekki mögulegt fyrir Spítalann okkar að halda svona viðburð.
21.03.2025
Frágangur undirbúnings málþingsins 31.3. er í gangi og mun Þorkell taka að sér að mestu með aðstoð kynningaríla kynningu málþingsins sem haldur verður 31.mars.
21.03.2025
Dagskrá fundarins fjallaði mest um fyrirhugað málþing
08.03.2025
Fundurinn var haldinn með forstjóra Landspítala, starfsmanni sem skipuleggur undirbúning flutning í nýja spítalann, Framkvæmdastjóra NLSH, forstöðumann Stýrihóps Landspítala og svo almennar umræður um stöðuna
07.12.2024
Árlega aðventumálstofa NLSH (Nýja Landspítala) var haldinn Þann 5.desember og lét formaðurinn ekki hjá líða að mæta enda fæst þarna alltaf greinargott yfirlit yfir verkefni í gangi. Þessi vettvangur er hugsaður fyrir hagaðila um framgang verkefna félagsins.
04.12.2024
Góðar upplýsingar frá Nýja Landspítala (NLSH ohf.) um stöðu framkvæmda hjá félaginu. Vek sérstaka athugli á video sem er tekið með dróna og hlekkur er inná kynningunni á tveimur stöðum. Afar fróðlegt að sjá þetta allt úr lofti. Neðst þarna í Framkvæmdafréttum er hlekkur inn á pdf skjalið.
https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/frettir/utgafa-framkvaemdafretta-nr.-103
01.12.2024
Heilbrigðisþing 2024 var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótel í troðfullum sal 28. nóvember 2024. Það var að þessu sinni helgað heilsugæslunni. Hér að neðan eru nánari fréttir.
17.11.2024
Ánægjulegt að komin sé niðurstaða varðandi staðarval geðdeildarbyggingar Landspítala. Hún verði ekki á lóðinni við Hringbraut heldur ekki í meira en 5 km. fjarlægð. Persónulega finnst mér lóð Landspítala í Fossvogi lang áhugaverðust.
Sjá nánari umfjöllun hér að neðan