Hér meðfylgjandi eru fyrirlestrar sem fluttir voru á málþingi landsamtakanna Spítalans okkar 31.mars 2025: Glærur frá málþingi.
Einnig ljósmyndir sem teknar voru á málþinginu af Rán Bjargardóttur sjá https://www.ranbjargar.com/. Eins og þessar góðu myndir bera með sér þá var fjölmennt og góðmennt á málþinginu og voru þátttakendur um 130 talsins.
Hægt er að skoða myndirnar hér: Málþing 31. mars 2025
Ég vil fyrir hönd stjórnarinnar þakka fyrirlesurum og þá sérstaklega Birgitte Rav Dagenkolv, forstjóra Hvidovre spítalans í Danmörku fyrir kynningarnar. Einnig þátttakendum í pallborði í lokin. Þá vil ég ekki síður þakka félögum í Spítalanum okkar og öðrum gestum fyrir komuna á málþingið.
Til upplýsinga fyrir þá sem ekki eru í félaginu þá er áragjaldið kr. 2.500, en það gerir okkur kleift að halda svona málþing og aðra viðburði og halda uppi málefnastarfi. Á forsíðu heimasíðu Spítalans okkar er hægt að skrá sig í félagið og til minnis fyrir þá sem ekki hafa greitt árgjaldið þá liggur áreiðanlega ógreidd innheimtubeiðni í heimabankanum.
Bestu kveðjur,
Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður
Landsamtökin Spítalinn okkar.