Aðalfundur Spítalans okkar verður 9. júní

Aðalfundurinn Spítalans okkar verður í Nauthól, Nauthólsvík, 9. júní kl. 16.00.

Fundarstjóri: Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. 

Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir  

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
  7. Önnur mál

Við óskum eftir áhugasömu fólki í stjórn - tilnefningar berist til Þorkels Sigurlaugssonar - thorkellsig@gmail.com

Á aðalfundi verða eftirfarandi erindi:

Skyggnst inn í meðferðarkjarnann
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt 

Hlutverk meðferðakjarna í baráttu við smitsjúkdóma
Már Kristjánsson, farsóttalæknir og yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítala 

Rafræn samskipti, tækninýjungar og framtíðarsýn í heilbrigðismálum
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands flytur lokaorð. 

Verið öll hjartanlega velkomin á aðalfund Spítalans okkar 2020 á Nauthól!