Í gær var opnað á nýjan leik fyrir umferð að Landspítalanum frá Barónsstíg. Gatan hafði verið lokuð frá því framkvæmdir hófust við sjúkrahótelið í lok síðasta árs. Við það tækifæri klipptu fulltrúar átta sjúklingasamtaka á borða ásamt heilbrigðisráðherra Kristjáni Þór Júlíussyni. Heilbrigðisráðherra sagði m.a. við þetta tækifæri að nýja sjúkrahótelið muni gjörbreyta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Hér má sjá umfjöllun mbl.is um viðburðinn.
Hér má lesa ítarlega umfjöllun Nýs Landspítala um þennan áfanga sem og stöðu uppbyggingarinnar.