Málþingið ber nafnið Spítalinn rís og fer fram á Hótel Reykjavík Natura í Vatnsmýrinni. Málþingið hefst kl. 16 og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.
Dagskráin er sem hér segir:
Setning
Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar
Uppbygging Landspítala - tímamót við Hringbraut
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Við og spítalinn
Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar
Hringbrautarverkefnið á fullri ferð
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH
Lokaorð
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi
Fundarstjóri verður Garðar Garðarsson lögmaður