Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs, afhenti Fanneyju Svansdóttir blómvönd í tilefni dagsins.
Það var gleðileg stund í dag, þegar því var fagnað að Konukot er loksins komið með samastað í Ármúla 34. Á sama tíma var opnun nýs og mikilvægs úrræðis fagnað.
Konukot, sem er neyðarskýli ætlað konum, verður á annarri hæð. Þar verður grunnþörfum kvennanna mætt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Allt að tólf konur geta verið í Konukoti á sama tíma.
Á þriðju hæðinni munu sex konur eignast tímabundið heimili, þar sem þær geta búið meðan þær taka fyrstu skrefin út úr heimilisleysi.
Mörg að því er virðast "lítil" úrræði geta stutt beint og óbeint starfsemi Landspítala með aðstoð við konur sem eru nánast húsnæðislausar og allslausar og gætu lent beint á heilbrigðiskerfinu, hugsanlega Landspítala. Hér er eitt dæmi.
Í þessari frétt Vísis segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, frá úrræðunum og mikilvægi þeirra: