Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala undrast úrtöluraddir um staðsetningu nýbygginga Landspítala við Hringbraut í pistli á heimasíðu Landspítala í dag. Í pístlinum ræðir hann þær aðstæður sem uppi eru á sjúkrahúsinu nú um stundir vegna mikilli veikinda sem herja á þjóðina. Segir hann m.a. "Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna. Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál".