Umbreytinga þörf í geðheilbrigðisþjónstu fyrir börn

Skýrslan dregur fram að núverandi geðheilbrigðiskerfi sé bæði flókið og ósamræmt, með óskýr mörk milli þjónustustiga og mismunandi verkferla eftir landshlutum. Sjá nánar tengil inn á skýrsluna o.fl. á vef ráðuneytisins neðst.
Þetta skapar ójafnræði, langa biðlista og gerir börnum og fjölskyldum þeirra erfitt fyrir að finna leið í gegnum þjónustuna. Því er lagt til að kerfið verði einfaldara og skýrar skilgreint með tveimur meginstigum í stað þriggja stiga eins og nú er.

Skýrslan undirstrikar jafnframt þörf á að efla þjónustu á landsbyggðinni, þróa skýran vegvísi um þjónustuleiðir, byggja upp sameiginlega þekkingar- og þjálfunarmiðstöð fyrir fagfólk og tryggja samræmt verklag milli heilbrigðis-, mennta- og félagskerfa. Slík samþætting er forsenda þess að börn fái tímanlega, örugga og markvissa þjónustu sem tekur mið af þörfum þeirra. Vinna við endurskoðun og framkvæmd og innleiðingu umbreytinga í geðheilbrigðisþjónustu og skipulags fer fram í áföngum. Gert er ráð fyrir að öðrum áfanga ljúki um áramót og hefst innleiðingarfasi verkefnisins í janúar 2026.  Tenging inn á síður stjórnarráðsins