Stýrihópnum er ætlað mikilvægt hlutverk, að halda utan um þá mörgu þræði sem tengjast byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Skipun hópsins kemur í kjölfar samþykktar ríkisstjórnar, að fenginni tillögu heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
Stýrihópurinn á að hafa yfirsýn yfir uppbygginguna, áætlanir og eftirfylgd þeirra sem og að fylgjast með því að verkefnið byggi á stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum.
Stýrihópinn skipa, auk Unnar Brár formanns: Ásta Valdimarsdóttir, Guðmundur Árnason, Páll Matthíasson og Gunnar Guðni Tómasson.
Nánar er fjallað um málið á vef stjórnarráðsins og erindisbréf stýrihópsins má kynna sér hér.
Samtökin Spítalinn okkar fagnar skipan stýrihópsins og óskar honum góðs gengis í mikilvægu verkefni sínu.