„Ég hlakka til að taka fyrstu skóflustunguna að meðferðarkjarnanum í sumar, það sumar sem við um leið höldum upp á 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar“

Í örstuttri ræðu notaði ráðherra tækifærið til að þakka meirihluta þingsins í 16 ár fyrir afdráttarlausa afstöðu og skýran stuðning við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Ráðherra sagði meðal annars: 

„Enn einu sinni mun meirihluti Alþingis styðja málið við þetta ánægjulega tækifæri, við þingrof nú á vorinu 2018, í sömu viku og við opnum tilboð um jarðvegsframkvæmdir og hönnun nýs rannsóknahúss. Það er gott, virðulegur forseti að fá tækifæri til þess að staðfesta það einu sinni enn að ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut var rétt. Það er mikilvægt fyrir sjúklinga, það er mikilvægt fyrir fjölskyldur þeirra, það er mikilvægt fyrir starfsfólk Landspítalans sem allt of lengi hefur þolað erfiðan húsakost, það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna, það er mikilvægt fyrir okkur öll að taka stolt þátt í því að styðja hér í meirihluta Alþingis, eina ferðina enn, að hefja stærstu framkvæmd lýðveldistímans, sem við vonandi eigum öll eftir að verða stolt af, og ég hlakka til að taka fyrstu skóflustunguna að meðferðarkjarnanum nú í sumar, það sumar sem við um leið höldum upp á 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar.“


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is