Fréttir

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum (NLSH ohf.)

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum (NLSH ohf.)

Góðar upplýsingar frá Nýja Landspítala (NLSH ohf.) um stöðu framkvæmda hjá félaginu. Vek sérstaka athugli á video sem er tekið með dróna og hlekkur er inná kynningunni á tveimur stöðum. Afar fróðlegt að sjá þetta allt úr lofti. Neðst þarna í Framkvæmdafréttum er hlekkur inn á pdf skjalið. https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/frettir/utgafa-framkvaemdafretta-nr.-103
Lesa meira
Heilbrigðisþing 2024

Heilbrigðisþing 2024

Heilbrigðisþing 2024 var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótel í troðfullum sal 28. nóvember 2024. Það var að þessu sinni helgað heilsugæslunni. Hér að neðan eru nánari fréttir.
Lesa meira
Staðarval fyrir nýja geðdeildarbyggingu Landspítala

Staðarval fyrir nýja geðdeildarbyggingu Landspítala

Ánægjulegt að komin sé niðurstaða varðandi staðarval geðdeildarbyggingar Landspítala. Hún verði ekki á lóðinni við Hringbraut heldur ekki í meira en 5 km. fjarlægð. Persónulega finnst mér lóð Landspítala í Fossvogi lang áhugaverðust. Sjá nánari umfjöllun hér að neðan
Lesa meira
Viðtal við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur forstjóra HSS

Viðtal við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur forstjóra HSS

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og stjórnarmaður í Spítalanum okkar var í viðtali í Tímariti Hjúkrunarfræðinga sem fylgir hér með og er hægt að lesa með því að stækka það upp. Athyglisvert viðtal þar sem hún segir núna frá sínu nýja starfi síðan í mars og stefnumótunarvinnu í gangi. Guðlaug ein af okkar sterku leiðtogum í okkar heilbrigðiskerfi. Hægt að lesa með því að stækka upp.
Lesa meira
Framkvæmdafréttir af Nýja Landspítalananum (NLSH) 2024

Framkvæmdafréttir af Nýja Landspítalananum (NLSH) 2024

Það er mikið í gangi þessa dagana í byggingaframkvæmdum hjá Nýja Landspítalanum. Hann er með margt í gangi: Meðferðarkjarnann og rannsóknarhús, bílastæðahús og bílakjallari undir Sóleyjartorg, undirbúning framkvæmda við hús heilbrigðisvísindasviðs HÍ, stækkun á Grensás og viðbyggingu við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá meira að neðan með link inn á áhugaverðar myndir og myndbönd.
Lesa meira
Fréttir frá Nýja Landspítalanum (NLSH ohf) október 2024

Fréttir frá Nýja Landspítalanum (NLSH ohf) október 2024

Nýjar fréttir af framkvæmdum við nýbyggingar við Landspítala við Hringbraut, hús heilbrigðisvísindasvið HÍ, viðbyggingu við Grensás og spítalann á Akureyri. https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/framkvaemdafrettir/
Lesa meira
Gunnar Thorarensen með frétt

Gunnar Thorarensen yfirlæknir á skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga

Til hamingju Gunnar Thorarensen með þessa ráðningu og nýja stöðu sem yfirlæknir á skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga. Þetta stefnumótunar og þróunarstarf verður áreiðanlega gagnlegt og til að stuðla að jákvæðri þróun innan Landspítala.
Lesa meira
Undirritun samnings milli ríkisins og Ístaks.

Undirritun samnings 9. júlí milli ríkis og Ístaks um stækkun Grensás

I dag þann 9. júlí var undirritaður samningur milli ríkisins og Ístak um stækkun Grensás. Á mynd eru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, sem undirrituðu samninginn og vottar voru þau Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala og Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvinasamtaka Grensáss.
Lesa meira

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ohf. (NLSH ohf)

Það koma alltaf út reglulega fréttir af starfsemi Nýja landspítalans Hér að neðan eru framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ofh. (NLSH ohf.). Stjórnvöld hafa ákveðið að víkka út starfsemi félagsins vegna þeirrar miklu þekkingar sem orðið hefur til innan félagsins við uppbyggingu sjúkrahúsa. Verið er að undirbúa og framkvæma þá þætti sem snúa að viðbyggingu við Grensás, stækkun Spítalans á Akureyri og svo að sjálfsögðu áframhaldandi verkefni innan kjarnastarfsemi NLSH þar sem ýmislegt er framundan eins og kom fram á aðalfundinum. Sjá link inn á áhugaverðar framkvæmdafréttir hér að neðan.
Lesa meira
Aðalfundur og málþing Spítalans okkar 23.apríl 2024

Aðalfundur og málþing Spítalans okkar 23.apríl 2024

Áttum góðann aðalfund hjá Spítalinn okkar þann 23.apríl 2024 á 10 ára afmæli samtakanna. Talsvert miklar breytingar urðu á stjórn. Fyrst skal nefna að Anna Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér, en hún hefur verið formaður frá stofnun Spítalans okkar árið 2014. Þær Guðrún Ágústsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir gáfu heldur ekki kost á sér. Í þeirra stað voru kjörnar þær Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Maria Heimisdóttir, starfsmaður hjá heilbrigðisráðuneytinu, en nú forstöðumaður hjá stýrihóp Nýja Landspítala ohf. og tengiliður ráðuneytisins við stýrihóp Nýja Landspítala ohf. (NLSH ohf.) https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=d821c013-e87e-11ea-811d-005056bc8c60 . Allar tengjast nýju stjórnarkonurnar velferðarmálum mjög náið. Áfram eru í stjórn Erling Ásgeirsson f.v. formaður NLSH, Gunnlaug Ottesen, tölvunarfræðingur, Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt og Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og varaborgarfulltrúi í Reykjavík sem var kosinn formaður á aðalfundinum.
Lesa meira

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is