Fréttir

Undirritun samnings milli ríkisins og Ístaks.

Undirritun samnings 9. júlí milli ríkis og Ístaks um stækkun Grensás

I dag þann 9. júlí var undirritaður samningur milli ríkisins og Ístak um stækkun Grensás. Á mynd eru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, sem undirrituðu samninginn og vottar voru þau Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala og Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvinasamtaka Grensáss.
Lesa meira

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ohf. (NLSH ohf)

Það koma alltaf út reglulega fréttir af starfsemi Nýja landspítalans Hér að neðan eru framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ofh. (NLSH ohf.). Stjórnvöld hafa ákveðið að víkka út starfsemi félagsins vegna þeirrar miklu þekkingar sem orðið hefur til innan félagsins við uppbyggingu sjúkrahúsa. Verið er að undirbúa og framkvæma þá þætti sem snúa að viðbyggingu við Grensás, stækkun Spítalans á Akureyri og svo að sjálfsögðu áframhaldandi verkefni innan kjarnastarfsemi NLSH þar sem ýmislegt er framundan eins og kom fram á aðalfundinum. Sjá link inn á áhugaverðar framkvæmdafréttir hér að neðan.
Lesa meira

114. fundur Spítalans okkar

Ekki hafa verið færðar inn fundargerðir stjórnarfunda Spítalans okkar síða 70. fundargerð en núna stefnum við að því að bæta úr því. Hér meöfylgjandi er fundargerð fyrsta stjórnarfundar eftir aðalfund vegna starfsársins 2023 en aðalfundurinn var haldinn 23. apríl 2024.
Lesa meira
Aðalfundur og málþing Spítalans okkar 23.apríl 2024

Aðalfundur og málþing Spítalans okkar 23.apríl 2024

Áttum góðann aðalfund hjá Spítalinn okkar þann 23.apríl 2024 á 10 ára afmæli samtakanna. Talsvert miklar breytingar urðu á stjórn. Fyrst skal nefna að Anna Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér, en hún hefur verið formaður frá stofnun Spítalans okkar árið 2014. Þær Guðrún Ágústsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir gáfu heldur ekki kost á sér. Í þeirra stað voru kjörnar þær Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Maria Heimisdóttir, starfsmaður hjá heilbrigðisráðuneytinu, en nú forstöðumaður hjá stýrihóp Nýja Landspítala ohf. og tengiliður ráðuneytisins við stýrihóp Nýja Landspítala ohf. (NLSH ohf.) https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=d821c013-e87e-11ea-811d-005056bc8c60 . Allar tengjast nýju stjórnarkonurnar velferðarmálum mjög náið. Áfram eru í stjórn Erling Ásgeirsson f.v. formaður NLSH, Gunnlaug Ottesen, tölvunarfræðingur, Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt og Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og varaborgarfulltrúi í Reykjavík sem var kosinn formaður á aðalfundinum.
Lesa meira

Spennandi málþing á 10. ára afmælisári Spítalans okkar 23. apríl n.k.

Í tilefni af 10. ára afmæli Spítalans okkar verður efnt til málþings sem hefst að loknum aðalfundi 2024. Þrjú áhugaverð erindi verða í boði fyrir gesti málþingsins, öll tengjast þau framtíð Landspítala
Lesa meira

Aðalfundur Spitalans okkar 2024

Aðalfundur Spítalans okkar verður haldinn þriðjudaginn 23 apríl n.k. á Nauthól og hefst kl. 15.00. Núna í þessum mánuði eru 10 ár frá stofnfundi Spítalans okkar og verður þess minnst á aðalfundinum.
Lesa meira
Góð grein hjá Runólfi Pálssyni forstjóra LSH í Morgunblaðinu 23.10.23

Góð grein hjá Runólfi Pálssyni forstjóra LSH í Morgunblaðinu 23.10.23

Góð grein hjá Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala í Mogganum í dag 23.10. Hann bendir á að 80% starfsfólks spítalans eru konur og konur höfðu einnig frumkvæði að því og mikilvæg áhrif með sjóðsöfnun að Landspítali var byggður við Hringbraut árið 1930 og ekki má gleyma Barnaspítala Hringsins. Anna Stefánsdóttir fv. hjúkrunarforstjóri hafði einnig frumkvæði að því að stofna landssamtökin "Spítalinn okkar" og hefur allt frá stofnun 2014 verið formaður og barist fyrir byggingu nýs Landspítala sem nú er kominn vel í gang. - Fyrirhugaður var fundur hjá okkur í stjórn "Spítalans okkar" á morgun, en honum var að sjálfsögðu frestað um viku vegna kvennafrídagsins/-verkfallsins 24.10. Barátta okkar heldur áfram enda þarf að halda núverandi og framtíðar stjórnvöldum við efnið. Geðheilbrigðisþjónusta er t.d. í algjörlega óviðunandi húsnæði og brýnt verkefni ásamt fleiru.
Lesa meira
Skóflustunga tekin að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs HÍ við LSH

Skóflustunga tekin að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs HÍ við LSH

Stór dagur í dag þegar tekin var skóflustunga að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Það mun tengjast Læknagarði sem er um 8.000 fermetrar og saman verður þarna nánast öll aðstaða heilbrigðisvísinda HÍ, læknanám, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraliðar, sjúkraþjálfun, geislafræði, sálfræði o.fl. Nálægðin við Landspítala og svo báða háskólana skiptir þarna miklu máli eins og voru ein rökin fyrir áframhaldandi byggingu við Hringbraut.
Lesa meira
Auglýsing málþings Spítalans okkar

Málþing og aðalfundur Spítalinn okkar þriðjudaginn 25.apríl í Nauthól kl. 15.30. Málþing hefst kl. 16.15.

Að loknum aðalfundi Spítalans okkar sem er haldinn þann 25.apríl kl. 15.30 hefst mjög áhugavert málþing kl. 16.15. Gert er ráð fyrir samtals 210 milljarða fjárfestingu í framkvæmdum á Hringbrautarsvæðinu og inn í því annar áfangi fjárfestinga í göngudeildarhúsi, meira legurými og fleira. Frétt um það er t.d. á: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/04/19/Aaetlun-um-fjarfestingu-i-heilbrigdi-thjodarinnar/? Meira um dagskrá hér að neðan.
Lesa meira

Spennandi dagskrá á aðalfundi og málþingi

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Spítalinn okkar standa fyrir stuttu málþingi.
Lesa meira

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is