Forhönnun á nýju rannsóknarstofuhúsi Landspítala rýnd

Starfsfólk Landspítala ásamt ráðgjöfum rýnir núna í vikunni forhönnun á rannsóknarstofuhúsi nýs Landspítala. Samkvæmt forhönnuninni verður þyrlupallur ofan á húsinu. Í tengslum við rýnivinnuna hélt  Böðvar Tómasson, fagstjóri bruna og öryggissviðs Eflu verkfræðistofu, fyrirlestur um ýmis atriði sem snúa að byggingu þyrlupallsins.

Margir aðilar koma að  samstarfi um hönnun og þróun þyrlupallsins og á fundinum voru m.a. Sigurður Heiðar Wiium yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar og Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri sem svöruðu fyrirspurnum ásamt Böðvari.

Sjá frétt á www.nýrlandspitali.is




Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is