Fréttir af ađalfundi

Fréttir af ađalfundi
Anna Stefánsdóttir

Ađalfundur Spítalans okkar var haldinn á Hótel Natura ţriđjudaginn 12. mars. Í opnunarávarpi Önnu Stefánsdóttur formanns, kom međal annars fram: „Spítalinn okkar er nú ađ hefja sitt sjötta starfsár og ekki er byrjađ ađ byggja nýja sjúkrahúsiđ. En ţađ gerđist á síđasta ári ađ vinna hófst viđ gatnagerđ og jarđvegsvinnu vegna byggingar međferđarkjarnans. Ţađ var stórt skref á vegferđinni ađ ţví húsi sem viđ bíđum öll eftir og höfum beđiđ lengi eftir“. 

Anna Stefánsdóttir vitnađi í ávarpi sínu einnig í ađra baráttukonu fyrir bćttum húsakosti ţjóđarsjúkrahúss:

„Ţörfin kallar hćrra međ hverju ári“. Ţessi orđ mćlti Ingibjörg H. Bjarnason áriđ 1923 úr rćđustól Alţingis en eins og viđ vitum var Ingibjörg ein ađaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og ţađ var kallađ á árunum áđur en framkvćmidr viđ Landspítalabyggingu hófust. Líkt og ţá er uppbygging Landspítala gríđarlegt hagsmunamál fyrir ţjóđina alla, framţróun í heilbrigđisţjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörđ starfsfólks“.

Á fundinum var Anna Stefánsdóttir endurkjörin formađur. Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir og Ţorkell Sigurlaugsson voru endurkjörnin í stjórn. Kolbeinn Kolbeinsson og Guđrún Björg Birgisdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nýtt stjórnarfólk eru ţau Guđrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Kristján Erlendsson, sérfrćđilćknir á Landspítala.

Fleiri fréttir af ađalfundi eru vćntanlegar og verđa birtar hér á heimasíđu samtakanna.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is