Hönnun meðferðarkjarna hefst árið 2015


Í tillögum Fjármála- og efnahagsráðuneytis umbreytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er lagt til stóraukið fjármagn til hönnunar meðferðarkjarna Landspítala, eða 875 milljónir króna. Þessi fjárhæð er í samræmi við áætlanir bygginganefndar Landspítala fyrir árið 2015. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin af nýbyggingum Landspítala og áætlanir gera ráð fyrir að hönnun hans taki tvö ár. Nú stendur yfir fullnaðarhönnun á sjúkrahótelinu og samkvæmt áætlun lýkur henni á næsta ári.  

Með þessu framlagi til hönnunar meðferðarkjarans verður áframhald á vinnu við hönnun nýbygginga Landspítala sem er sannarlega mikið gleðiefni fyrir landsmenn alla og uppbyggingu traustrar heilbrigðisþjónustu til framtíðar. 

Mynd af fyrirhuguðum meðferðarkjarni Landspítala má sjá á forsíðu. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is