Mikill áhugi á nýbyggingum Landspítala.

Fulltrúar stjórnar Spítalans okkar funduðu í gær með þingflokkum stjórnarflokkanna á Alþingi.  Þingmönnum voru kynnt helstu rökin fyrir að ekki er hægt að bíða með að byggja yfir meginstarfsemi Landspítala. Fram kom að húsnæði Landspítala er orðið mjög gamalt og ekki hægt að breyta því til að uppfylla  þarfir fyrir nútíma sjúkrahússtarfsemi. Sveiganleiki gömlu bygginganna er lítill sem sem enginn og kemur í veg fyrir aðlögun húsnæðis að nútíma þörfum. Þá  er lofthæð gömlu bygginganna of lítil til að uppfylla kröfur í dag  fyrir nútíma tæknibúnað. Mjög fá einbýli eru í húsnæðinu sem veldur erfiðleikum á degi hverjum t.d.  þegar einangra þarf mikið veikt fólk  frá umhverfi sínu eða vegna bráðasýkinga. Níu af hverjum tíu deila salerni með öðrum sjúklingum.

 Mikil áhugi var meðal þingmanna á málefninu og góðar umræður sköpuðust á fundinum.  


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is