Sjúkrahótel á lóð Landspítala.

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fimm hönnunarhópum arkitekta og verkfræðinga útboðsgögn fyrir fullnaðarhönnun sjúkrahótels Landspítala á Hringbraut. Við þetta tækifæri lýsti ráðherra miklum samhug meðal þingmanna um uppbyggingu á húsnæði Landspítala. Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi þeirrar uppbyggingar sem framundan er.

Forstjóri Landspítala lýsti í ávarpi sínu mikilvægi þess að sjúkrahótel væri byggt á lóð spítalans þar sem innangengt væri á sjúkrahúsið en það eykur mjög notagildi hótelsins, en umfram allt öryggi sjúklinganna. 

Sjúkrahótelið verður 4000 m² og samanstendur af 77 herbergjun, 44 einstaklingsherbergjum, 23 fjölskylduherbergjum, 10 sérútbúnum herbergjum fyrir fatlaða.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is