„Vér verđum ađ ţroskast og magnast áđur en viđ getum stćrt oss af nokkrum hlut...“

Ţessi orđ Ingibjargar H. Bjarnason voru rifjuđ upp í erindi Önnu Stefánsdóttur, formanns samtakanna Spítalinn okkar, á ađalfundi samtakanna sem haldinn var ţann 15. mars síđastliđinn. Anna sagđi frá ţví ađ nú vćri fimmta starfsár samtakanna ađ hefjast en enn vćri ekki byrjađ ađ byggja nýja sjúkrahúsiđ. Anna sagđi frá ţví ađ áriđ 2000, ţegar hún starfađi á Landspítala, var hafinn undirbúningur ađ byggingu nýs sjúkrahúss fyrir starfsemi Landspítala, flaggskip íslenskrar heilbrigđisţjónustu. Ţá fylltist starfsfólk eftirvćntingu og bjartsýni og sá fyrir sér ađ starfsemin yrđi flutt í nýju bygginguna áriđ 2017.

Í ávarpi sínu á ađalfundi vitnađi Anna í rćđu fröken Ingibjargar H. Bjarnason sem hún flutti viđ stofnun Landspítalasjóđsins áriđ 1915. Ingibjörg var fyrsta skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík, fyrsta konan sem tók sćti á Alţingi og ötul baráttukona fyrir heilbrigđismálum og byggingu Landspítala. Í rćđu Ingibjargar kom eftirfarandi fram: 

„Minnist ţess ađ vér Íslendingar erum enn litilmagnar, sem eigum eftir ađ ryđa oss braut međal ţjóđanna og ađ vér verđum ađ ţroskast og magnast áđur en viđ getum stćrt oss af nokkrum hlut“.  

Nú hundrađ árum síđar getum viđ stćrt okkur af mörgu, sagđi Anna Stefánsdóttir - en alls ekki af núverandi sjúkrahúsbyggingum. Ţađ er umhugsunarefni og segir okkur ađ baráttu samtakanna Spítalinn okkar er hvergi nćrri lokiđ.

Merkilegu framlagi og baráttu kvenna til húsbygginga Landspítala voru gerđ skil á árinu 2015 í ţremur pistlum sem birtir voru á heimasíđu okkar. Ţá má lesa hér, hér og hér.

Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi var fundarstjóri ađalfundar og málţings og Sigríđur Rafnar Pétursdóttir ritari stjórnar, sá um ađ rita fundargerđ.

Anna Stefánsdóttir fór yfir helstu áherslur stjórnar á síđasta starfsári. Ţar var kynningarstarf í forgrunni, líkt og undanfarin ár. Hún sagđi ađ stjórnarfólki ţćtti nauđsynlegt ađ félagar okkar ţekki verkefniđ og hvernig ţví vindur fram: „Viđ erum jú öll talsmenn nýbygginga Landspítala“.

Einnig sagđi Anna frá samstarfi samtakanna viđ sjónvarpsţáttinn „Avinnulífiđ“ á Hringbraut og hvatti félaga til ađ sjá ţáttinn hafi ţeir ekki ţegar gert ţađ enda sé hann upplýsandi, áhugaverđur og málefnalegur.  

Slóđin er hér.

 Í rćđu sinni gerđi Anna Stefánsdóttir formađur samtakanna ađ umfjöllun sinni ţá umrćđu um stađsetningu sem hefur veriđ áberandi síđustu mánuđi. Hún sagđi međal annars: „Umrćđan um stađsetningu nýbygginga Landspítala er mjög hávćr nú um stundir. Mikiđ heyrist í ţeim sem halda ţví fram ađ fyrirhugađar byggingar Landspítala viđ Hringbraut séu á alröngum stađ og margir virđast  hafa ađhyllst ţá skođun. Viđ í Spítalanum okkar teljum ţessa umrćđu á villigötum og illa ígrundađa, svo vćgt sé til orđa tekiđ og höfum kosiđ ađ láta í okkur heyra vegna ţess. Viđ vitum ađ mikil vinna var lögđ í allt stađarvalsferliđ á árunum fyrir hrun, sem síđan hefur veriđ endurmetiđ međ reglulegu millibili allt til ársins 2015. Allt ber ađ sama brunni, Hringbraut er besta og hagkvćmasta stađsetningin“. 

Anna ítrekađi í lok umfjöllunar um skýrslu stjórnar ađ hröđ uppbygging Landspítala vćri hagsmunamál allra Íslendinga „enda höfum viđ dregist hratt aftur úr öđrum ţjóđum á undanförnum árum hvađ varđar ađstöđu og húsnćđi fyrir heilbrigđisţjónustu“.

Í lokin ţakkađi Anna félagsmönnum samtakanna fyrir stuđninginn viđ ţetta mikilvćga verkefni. „Áframhaldandi stuđningur ykkar er ómetanlegur ţví okkar verkefni er hvergi nćrri lokiđ“.

Kolbeinn Kolbeinsson fór yfir reikninga Spítalans okkar. Félagsgjöld standa ađ stćrstum hluta undir kynningarstarfi samtakanna og er félögum ţakkađ framlög ţeirra til starfsins.

Kosning stjórnar fór fram á ađalfundinum eins og venja er.

Anna Stefánsdóttir var endurkjörin formađur.
Sigríđur Rafnar Pétursdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Guđrún Björg Birgisdóttir, lögfrćđingur kemur ný í stjórnina og endurkjörin voru ţau Gunnlaug Ottesen, stćrđfrćđingur, Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt, Kolbeinn Kolbeinsson, verkfrćđingur, Oddný Sturludóttir, menntunarfrćđingur og Ţorkell Sigurlaugsson, viđskiptafrćđingur.

 Málţing samtakanna hófst ađ loknum ađalfundi og verđur ţví gerđ skil í öđrum pistli.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is