Kostnaðaráætlun vegna nýbygginga Landspítala uppfærð reglulega

Í Morgunblaðinu þann 13. nóvember er fréttaskýring um uppbyggingu nýs Landspítala. Fyrirsögn fréttaskýringarinnar, sem unnin er af Agnesi Bragadóttur er „Öll útboð hafa verið vel undir áætlun“ og þar er haft eftir Gunnari Svavarssyni formanni stjórnar Nýs Landspítala að kostnaðaráætlun vegna nýbygginga Landsspítala sé uppfærð reglulega með tilliti til verðbóta, síðast í mars á þessu ári. 

Í fréttaskýringunni kemur einnig fram að öll útboð sem framkvæmd hafi verið á grundvelli kostnaðaráætlunarinnar hafi fallið þannig að tilboð í verk hafa verið verulega undir kostnaðaráætlun. Gunnar tekur fram að kostnaðaráætlunin var unnin á fjórum árum og verið rýnd bæði af innlendum og erlendum aðilum. Þá kemur fram að búið sé að hanna 25% þeirra bygginga sem reisa á, sem gefi skýrari mynd af kostnaðaráætlun en áður en hönnun hefst.

Alla fréttaskýringuna má lesa hér.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is