10. fundur stjórnar

10. stjórnarfundur  haldinn  29.september  kl. 16.00 í Borgartúni 26 (Landslög)

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Anna Elísabet Ólafsdóttir boðaði forföll.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson frá verkefnahópi um kynningarmál.

  1. Fundargerð 9. fundar stjórnar samþykkt og undirrituð
  2. Kynningarmál;
  • Fyrsta kynning haustsins var 18.09.14 á fundi hjá hjúkrunarráði Landspítala (LSH) og gekk kynningin mjög vel. Allir sem komu á fundinn voru jákvæðir gagnvart verkefninu.
  • Næsta kynning var þann 23.09.14 á fundi hjá Heilbrigðisvísindasviði HÍ og gekk hún lika mjög vel. Töluvert var um spurningar og greinilegt að auka þarf vitund allra um núverandi aðstæður á LSH og mikilvægi þess að hefja framkvæmdir strax. 
  • Þann 23.09.14 var fundur með þingflokkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Mjög góð mæting var á fundinn og var fjöldi þingmanna yfir 20 þegar mest var.  Samtökin og markmið samtakanna voru kynnt og mikilvægi þessa að hefja framkvæmd strax við uppbyggingu nýs húsnæðis LSH. Í framhaldi af kynningunni var góður tími gefinn í að svara spurningum þingmanna.  
  • Þann 24.09 var samskonar fundur með þingflokki Vinstri grænna. 
  • Búið er að senda þingflokksformönnum annarra flokka beiðni um að fá að hitta þá.
  1. Kynningarmál; Magnús Heimisson og Bjarney kynntu helstu kynningarverkefni sem eru framundan þ.e.
  • Spítalinn okkar verður með kynningarbás á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem verður þann 9.og 10. okt á Hótel Nordica. Rætt var um viðburði sem fyrirhugaðir eru í Ráðhúsi Reykjavíkur og Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Búið er að panta ráðhúsið þann 1. nóvember og Hof þann 8. og 9. nóvember.
  • Töluvert var rætt um hvernig viðburðir þetta ættu að vera þ.e. markmið með viðburðunum, uppbyggingu, framkvæmd og kostnað. Niðurstaðan var að skoða þarf málið nánar og gera ítarlegri áætlun um alla þætti.
  • Anna mun koma að málinu með Magnúsi og Bjargeyju ásamt nýjum aðila sem er eða koma inn í kynningarhópinn.

4.Fjölmiðlaumræðan undanfarið

  • Tölverð umræða hefur verið undanfarið í fjölmiðlum um málefni LSH. Bæði sjálfstæð umræða þ.e. óháð aðkomu Spitalans okkar en einnig hefur Anna komið fram í þó nokkrum þáttum og kynnt samtökin og markmið þeirra.
  • LSH er áskrifandi að fréttavakt Credit-info og hefur verið tekið jákvætt í að stjórnarmenn Spítalans okkar fái líka aðgang að fréttavaktinni. Magnús mun útvega stjórnarmönnum aðgang.
  1. Fjármögnun kynningarstarfs; Formaður er að vinna í málinu og mun það skýrast á næstu dögum eða vikum. Rætt var um að leita hófanna á nokkrum stöðum.
  2. Önnur mál

Fjármögnunarhópur: Þorkell fór yfir drög að samantekt um fjármögnunarleiðir sem hann og fleiri í fjármögnunarhópi hafa unnið.

 Næsti fundur ákveðin 13. október kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.

Fundi slitið kl. 18.00

Fundargerð ritaði Gunnlaug Ottesen


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is