6. fundur stjórnar

Spítalinn okkar – landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala

 6. stjórnarfundur  haldinn 30 júní  kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, , Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll boðuðu Anna Elísabet Ólafsdóttir, Bjarney Harðardóttir og Gunnlaug Ottesen.

Gestur fundarins var Kristján L. Möller alþingismaður

1. Fjármögnun bygginga nýs húsnæðis Landspítala, hvað er til ráða?

Kristján L Möller fjallaði um tillögu til þingsályktunar til ríkisstjórnarinnar um byggingu nýs Landspítala sem samþykkt var samhljóða, 56 þingmenn, á Alþingi 15. maí s.l. Kristján var  fyrsti flutningsmaður tillögunar, en þingmenn úr öðrum þingflokkum voru meðflutningsmenn. Tillagan tók breytingum í meðförum velferðarnefndar, en nefndin taldi mikilvægt að  þverpólitísk samstaða ríkti um Landspítala.  Tillagan var samþykkt svohljóðandi;   „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“ .   Kristján fór einnig yfir greinarðgerðina með tillögunni, sem er mjög ýtarleg og m.a nefndar mögulegar fjármögnunarleiðir, þær eru í fyrsta lagi hefðbundin leið fjármögnunar ríkisframkvæmda, í öðru lagi gæti Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður sjálfur fjármagnaði bygginguna með lántöku og í þriðja lagi væri hægt að fjármagna spítalabygginguna með sérstakri tekjuöflun, t.d. að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna rynni til byggingarinnar.  

 Umræður spunnist um fjármögnunarleiðir. Rætt var um blandaða leið t.d. félag í eigu ríkisins, lífeyrissjóðanna og einkaaðila.  Jón Ólafur nefndi happdrættisleiðina og vitnaði til Breta í þeim efnum. Hann mun senda stjórninni samantekt sem hann hefur gert um möguleika happdrættisleiðarinnar.

Önnur mál

a)      Næsti fundur ákveðin 18. ágúst  kl. 16.00

 Fundi slitið kl. 18.00

Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is