Aðventumálstofa NLSH 5. desember

Í upphafi fór framkvæmdastjóri NLSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, yfir helstu verkefni félagsins í opnunarávarpi en dagskrá málstofunnar fjallaði að þessu sinni um hönnunar og framkvæmdaatriði og einnig um upplýsingatækni. Fram kom hjá honum að þótt talað hafi verið um að á fjárlögum hafi verið dregið úr fjárveitingum til NLSH þá var það ekki síst að ósk NLSH þar sem fjárþörf árið 2025 er örlítið minni en gert er ráð fyrir og færist yfir á 2026:

Dagskráin var eftirfarandi að lokinni kynningu framkvæmdstjóra:

  • Framkvæmdaverkefni NLSH. Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH fjallaði um framkvæmdaverkefni í gangi sem eru auk meðferðarkjarna, rannsóknarhúss og bílastæðahúss einnig stækkun Grensáss, bygging heilbrigðisvísindasviðs HÍ á svæðinu sem er um 20.000 fermetra bygging og undirbúningur stækkunar á Akureyri. Allt gengur vel og samkvæmt áætlun nema rannsóknarhúsið sem er nokkuð á eftir áætlun. 
  • Auður Ástráðsdóttir BIM (Building Information Management) stjóri NLSH fjallaði um upplýsingalíkön sem notuð er við hönnun Spítala og annarra bygginga. 
  • Jón Ólafur Ólafsson arkitekt TBL og Verkís hönnunarhópsins fór yfir hönnun nýbyggingar Heilbrigðisvísindahúss HÍ og endurgerð Læknagarðs. 
  • Hannes Þór Bjarnason verkefnastjóri NLSH fjallaðu um upplýsingatækniverkefni í nýjum byggingum, stefnumörkun og áætlanir og þar er um miklar áskoranir að ræða en verður áreiðanlega tekið föstum tökum. 

Lokaorð flutti svo Finnur Árnason, stjórnarformaður NLSH ohf.

Að lokinni dagskrá var lifandi og skemmtilegt uppistand þar sem Jakob Birgisson fór á kostum við góðar undirtektir. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is