Fréttabréf frá stjórn samtakanna

Reykjavík 25. nóvember 2021 

Ágćti félagi

Nokkuđ langt er liđiđ frá síđasta fréttabréfi stjórnar Spítalans okkar. Rólegt var hjá stjórninni á fyrri helmingi ársins en nú höfum viđ tekiđ upp ţráđinn ađ nýju. Á dögunum funduđum viđ međ Gunnari Svavarssyni, framkvćmdastjóra NLSH sem fór yfir stöđu Hringbrautarverkefnisins og međ Unni Brá Konráđsdóttur, formanni stýrihóps um heildaruppbyggingu húsnćđis LSH. Ţetta voru mjög gagnlegir fundir ţar sem viđ gátum komiđ ađ áherslum samtakanna sem og fengiđ dýrmćtt tćkifćri ađ fylgjast međ uppbyggingu nýs Landspítala.   

Markmiđ landsamtakanna Spítalinn okkar er ađ stuđla ađ nýbyggingu og endurnýjun Landspítala, ţannig ađ húsakostur, tćknibúnađur og ađstađa sjúklinga og starfsfólks ţjóni nútímaţörfum. Samtökin hafa unniđ eftir bestu getu ađ ţví markmiđi síđastliđin sex ár og fagna ţeim gríđarmiklu framkvćmdum sem nú standa yfir á Hringbrautarlóđinni.

Mikill gangur er í framkvćmdum viđ međferđarkjarnann og senn mun líđa ađ ţví ađ byggingin rísi vel upp úr jörđinni. Međ góđfúslegu leyfi NLSH birtum viđ myndir ţar sem sjá má móta fyrir veggjum á kjallara hússins.                                                                                                                    
Undirbúningur fyrir byggingu rannsóknarhúss er komin vel á veg, veriđ er ađ undirbúa jarđveginn og hönnun hússins er á teikniborđinu. Áform eru um ađ á nćstu árum verđi bygging húsnćđis fyrir dag- og göngudeildir Landspítala undirbúin, en heilbrigđisráđherra hefur faliđ NLSH ađ vinna ţarfagreiningu fyrir ţá byggingu. 

Nýveriđ var hlutverk NLSH viđ uppbyggingu Landspítala endurskilgreint. NLSH hefur nú víđtćkara hlutverk, m.a. ađ undirbúa ákvarđanir um nýtingu eldri mannvirkja og framkvćmdir ţeim tengdum, í samstarfi viđ stýrihóp, sem skipađur var haustiđ 2020 af heilbrigđisráđherra. Stýrihópurinn hefur yfirsýn yfir öll verkefni uppbyggingar LSH, stađfestir áćtlanir og tryggir ađ verkefniđ lúti áherslum stjórnvalda hverju sinni. 

Á döfinni er svo hönnun 3.800 fm viđbyggingar viđ Grensásdeild og lokađ útbođ vegna húss Heilbrigđisvísindasviđs Háskóla Íslands. Öll ţessi uppbygging er mikilvćg til eflingar starfsemi Landspítala sem sjúkrahúss og menntastofnunar fyrir heilbrigđisstéttir framtíđarinnar.  

Á ađalfundi Spítalans okkar síđastliđiđ vor var ákveđiđ ađ samtökin beini kröftum sínum ađ nýbyggingu fyrir geđţjónustu Landspítala á nćstu árum. Setja ţarf byggingu nýs húsnćđis á dagskrá stjórnvalda og hefjast handa viđ ađ ţarfagreina og hanna húsnćđiđ. Miklar framfarir hafa orđiđ á síđustu árum í međferđ geđsjúkdóma og ţví er knýjandi ţörf fyrir nýtt húsnćđi sem svarar nútímaţörfum og ţekkingu. Húsnćđi bráđadeilda geđţjónustunnar viđ Hringbraut er komiđ til ára sinna. Deildirnar eru ţröngar og dimmar, flest herbergin eru tveggja manna, sem hentar illa einstaklingum í bráđaástandi og ađstandendum ţeirra. Vitađ er ađ slík ađstađa tefur fyrir bata og getur valdiđ truflun á međferđ. Ađstađa til útiveru og hreyfingar er einnig takmörkuđ en hreyfing er mikilvćg fyrir andlega og líkamlega vellíđan og flýtir fyrir bata. Nútímaleg ađstađa fyrir sjúklinga sem og fjölskyldur og ástvini ţeirra ţarf ađ vera  í forgrunni. 

Nćgt landrými er á Hringbrautarlóđinni til ađ reisa byggingu fyrir bráđastarfsemi geđţjónustunnar. Best er og hagkvćmast ađ starfsemin verđi sem nćst annarri bráđastarfsemi Landspítala enda verđur móttaka fyrir einstaklinga međ bráđa geđsjúkdóma í nýja međferđarkjarnanum. Mikilvćgt er ađ góđ sátt verđi um ţetta verkefni og ađ horft verđi jöfnum höndum á bráđaţjónustu, göngudeildarţjónustu, almenna endurhćfingu og forvarnir.

Spítalinn okkar mun á nćstu mánuđum fylgja eftir áformum um mikilvćgi nýbygginga fyrir geđţjónustu Landspítala og hvetja stjórnvöld til ađ taka ákvarđanir um ađ hafist verđi handa hiđ fyrsta viđ ţarfagreiningu, endanlegt stađarval og hönnun húsnćđis.  

Nú í nóvember verđur félagsgjald samtakanna Spítalinn okkar innheimt. Félagsgjaldiđ hefur veriđ óbreytt frá stofnun samtakanna, eđa 2.500 krónur. Tekjurnar eru mikilvćgar fyrir starfsemi okkar, sérstaklega fyrir kynningarţátt samtakanna sem er snar ţáttur í starfseminni. 

Viđ hvetjum ţig til ađ fylgjast međ framkvćmdunum á heimasíđu NLSH og fréttum af starfi samtakanna á heimasíđunni www.spitalinnokkar.is og á Fésbókarsíđu samtakanna.  

Stjórnarfólk ţakkar fyrir stuđning ţinn viđ samtökin.

Kćr kveđja,

Stjórn Spítalans okkar

Anna, Ásgeir, Guđrún, Gunnlaug, Jón Ólafur, Oddný og Ţorkell.

 


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is