Hringbrautarverkefnið - næsti áfangi hefst 2018

Í sjónvarpsþættinum Atvinnulífið sem sýndur var á Hringbraut í vikunni var fjallað um Hringbrautarverkefnið. Þar kom meðal annars fram að nú sjái fyrir endann á hönnun meðferðarkjarnans og að framkvæmdir við hann hefjist vorið 2018.

Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta byggingin í Hringbrautarverkefninu, uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Í þættinum er rætt við fólk sem þekkir vel til staðsetningarumræðunnar, hönnunarvinnunnar og nauðsynjar þess að byggingarnar rísi sem fyrst. Fyrsta áfanga í Hringbrautarverkefninu, byggingu sjúkrahótels er að ljúka.

Horfa má á allan þáttinn hér. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is