Miðja höfuðborgarsvæðisins komin við Smáralind

Miðja höfuðborgarsvæðisins komin við Smáralind
Grein Alberts Jónssonar í Morgunblaðinu 5.2.18

Í grein Alberts Jónssonar í Morgunblaðinu 5. febrúar 2018 er miðja höfuðborgarsvæðisins komin þar sem Smáralind er, en í fyrri umfjöllun "Samtaka um betri spítala á betri stað" var hún annað hvort við Mjódd eða Elliðaárvoga. Þetta áttu alltaf að vera rök fyrir því hvar nýr Landspítali ætti að vera. Ef byggja á nýjan Landspítala með því að elta miðju höfuðborgarsvæðisins væri best að hafa spítalann á hjólum nálægt Borgarlínunni. 

Í sömu grein Alberts færir hann rök fyrir því að þess vegna eigi nýr Landspítali að vera á Vífilstöðum eins og SDG f.v. forsætisráðherra vill, en segir svo: " Ekki er ólíklegt að ríkisstofanir, ríkisbankar og önnur ríkisfyrirtæki geti verið með starfsemi í nágrenni Reykjavíkur á ódýru og hagkvæmu landsvæði en ekki á dýrustu lóðum borgarinnar. ÞJÓNUSTA MUN AÐ MESTU FARA FRAM Í GEGNUM STAFRÆNA MIÐLA..... OG ÞVÍ MIKILVÆGT AÐ BORGARSKIPULAG, VINNUMARKAÐUR OG HÚSNÆÐISÞÖRF TAKI MIÐ AF ÞÖRFUM FRAMTÍÐAR. Þetta eru allt hin athyglisverðustu rök hvað Landspítala varðar. Landspítali hlýtur sem 4.000 manna vinnustaður að vera í einhverjum tengslum við almenningssamgöngur, vegakerfi, atvinnustarfsemi og íbúabyggð og ef þjónusta mun að mestu fara fram í gegnum stafræna miðla þá ætti Landspítali auðveldlega að geta verið hvar sem er án tillits til miðju höfuðborgarsvæðisins eða umferðarþunga þess vegna við Hringbraut. Meö sömu rókum gæti framtíðarstaðsetning Háskóla Íslands vel verið á Vífilstöðum líka með Landspítalanum. Auðvelt að rífa heilu stofnanirnar svona upp með rótum.

Albert nefndir réttilega að mikilvægt sé að öll stretegísk umræða um innviði og önnur þjóðfélagslega sé á vitræmum grunni og hagsmunir almennings og skattgreiðanda séu hafði í heiðri við töku mikilvægra fjárfestingaákvarðana. Albert leggur til að ráðinn sé sé einn alvöru forstjóri yfir íslenska heilbrigðiskerfið sem muni auka framleiðni og samkeppni þannig að hægt væri að fækka yfirstjórnendum og starfsmönnum sem hindra árangur. Albert telur að slíkur einræðisherra mundi auka samkeppni og tryggja að heilbrigðiskerfið verði rekið eins og framúrskarandi fyrirtæki.  Grein Alberts fylgir hér með. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is