Opnar nýja möguleika til framþróunar í heilbrigðisþjónustu

Opnar nýja möguleika til framþróunar í heilbrigðisþjónustu
Sjúkrahótel mynd af vefsíðu Nýs Landspítala

Starfshópur um rekstur og þjónustu sjúkrahótels skilaði heilbrigðisráðherra skýrslu nýlega. Þar kemur m.a. fram að tilkoma sjúkra- sjúklingahótels á lóð Landspítala við Hringbraut muni hafa mjög jákvæð áhrif á starfsemi spítalans og heilbrigðiskerfisins í heild. Starfshópurinn telur að stærð og staðsetning hótelsins opni nýja möguleika til framþróunar í heilbrigðisþjónustu og bættri þjónustu við sjúklinga þar sem aðstaða sjúklinga, endurhæfing og heimilislegt umhverfi hefur jákvæð áhrif á bata. Í frétt á vef Velferðarráðuneytisins kemur fram að á hótelinu verða 75 herbergi en til samanburðar voru að jafnaði 25 herbergi í notkun á sjúkrahótelinu í Ármúla.   Lagt er til að tvenns konar gististarfsemi verði á hótelinu. Annars vegar verði þjónusta ætluð þeim sem ekki eru innritaðir á Landspítala en þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar (sjúkrahótel). Hins vegar verði þjónusta fyrir sjúklinga sem eru innritaðir á Landspítala en þurfa ekki að vera á legudeild, til dæmis sjúklingar sem eru í virkri meðferð eða sækja dag- og göngudeildarþjónustu og þurfa jafnframt eftirlit og stuðning (sjúklingahótel). Gert er ráð fyrir að þorri notenda hótelsins verði sjúklingar sem eru innritaðir á Landspítala meðan á dvöl þeirra stendur. Sjá fréttina hér 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is