1. fundur stjórnar

1.stjórnarfundur  haldinn 14 apríl kl. 15.00 í Heilsuverndarstöðinni.

Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Bjarney Harðardóttir boðaði forföll

1. Spítalinn okkar – stofnun samtakanna. Farið yfir stofnskrá og hún undirrituð. Sótt verður um skráningu í fyrirtækjaskrá.

2. Stjórn skiptir með sér verkum.  Formaður lagði til að Garðar Garðarson verði varaformaður, Bjarney Harðardóttir verði ritari og Jón Ólafur Ólafsson verði gjaldkeri.  Samþykkt.

3. Stofnfélagar. Alls hafa 274 einstaklingar gerst stofnfélagar í samtökunum. Hægt er að gerast stofnfélagi fram að fyrsta aðalfundi.

4. Skipan verkefnahópa. Formður kynnti tillögu um stofnun 5. verkefnahópa, um fjármögun, um fjáröflun, um kynningarmál, um öflun stofnfélaga og um vefsíðu og fésbókarsíðu. Leitað verður til stofnfélaga um að taka þátt í verkefnahópunum í samræmi við þekkingu þeirra reynslu og áhuga. Lagt til að stjórnarmenn taka sæti í verkefnahópunum og var það samþykkt.

5. Heimasíða samtakanna. Formaður kynnti að Stefna hugbúnaðarhús hafi boðið samtökunum samning um gerð vefsíðu og hýsingu hennar samtökunum að kostnaðarlausu til næstu tveggja ára. Samþykkt að fela formanni að ganga frá samningi.

6. Önnur mál

Fundargerð stofnfundar kynnt. Fundargerðina ritaði Gyða Baldursdóttur, hjúkrunarfræðingur.  Hún verður send öllum stofnfélögum

Bréf Kvenfélagasambands Íslands. Stjórn KÍ ákvað að sambandið gerist stofnfélagi í Spítalanum okkar

Samband við stofnfélaga. Rætt að senda öllum stofnfélögum, stofnskrá, fundargerð stofnfundar, tölu stofnfélaga og aðrar upplýsingar er varða samtökin.

Næstu stjórnarfundir verða mánudaginn 28 apríl, mánudaginn 12 maí og mánudaginn 26 maí, frá kl.  15.00-17.00

Rætt um að fá hannað merki fyrir samtökin. Formaður mun tala við Ólöfu Þorvaldsdóttur, arkitekt hjá Hn Markaðssamskipti.

 Fundi slitið kl. 17.50

Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is