13. fundur stjórnar

13. stjórnarfundur  haldinn 10. nóvember kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir,  Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson og Þorkell Sigurlaugsson og Gunnlaug Ottesen. Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.

 

1.  Tillaga um mögulegar fjármögnunarleiðir – Þorkell fór yfir tillögu um fjármögnunarleið sem kynnt var á fundi stjórnar 13. október sl. Tillagan byggir á því að öflugur hópur framkvæmda-fjárfestinga-  og fjármögnunaraðila taki sig saman um að stofna sérstakt félaga um verkefnið sem væri í eigu ríkis og samstarfsaðila. Þetta félag mundi hrinda verkefninu í framkvæmd og að ríkið skuldbindi sig til að (1) leysa eignina til sín á fyrirfram ákveðnu verði eftir nokkur ár og/eða (2) semji við félagið  um að það eigi eignina áfram og viðhaldi henni þannig að hún á hverjum tíma nýtist Landspítala sem best, en að ríkið borgi eðlilegt afgjald fyrir. Mikilvægt að fara nánar yfir þetta með stjórnvöldum til að fá stuðning við þessa hugmynd, sem er reyndar ekki ný af nálinni.

2. Viðburðurinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.   Anna sagði  að ánægja væri með viðburðinn í Hofi. Málþingið tókst vel og Spítalinn okkar fékk góðar viðtökur hjá heimamönnum. Rætt var við Önnu og Bjarna Jónasson forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri  á N4, en stöðin hefur mikið áhorf á Norðurlandi og víðar.

 3. Önnur mál.

  1. Rætt um viðburðin sem framundan er í Ráðhúsinu í lok nóvember. Verkefnahópur um kynningamál mun funda til að gera tillögu að dagskrá.

Fundi slitið kl. 17.45

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is