16.fundur stjórnar

16. stjórnarfundur haldinn 12. janúar 2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir og Bjarney Harðardóttir  boðuðu forföll.

  1. Fundargerð 15. fundar samþykkt og undirrituð.

 

  1. Starfið á vormisseri:
    1. Kynningarmál; Farið yfir það helsta sem framundan er í kynningarmálum og rætt hvernig hægt sé að ná til yngra fólks með málefni Spítalans okkar. Þar er Facebook öflugasti miðillinn. Rætt um að leggja verði aukna áherslu á að setja efni á síðuna m.a stutt myndbönd. Ennþá er eftir að gera málþinginu í Ráðhúsinu skil á heimasíðunni. Anna mun ræða málið við Magnús Heimisson. Stjórn heimilar að Magnús vinni áfram að kynningamálunum. Ákveðið að fá Gunnar Svarvarsson og Stefán Veturliðason frá NLSH á stjórnarfund í febrúar til að fá upplýsingar um framgang verkefnisins í kjölfar fjárlaga yfirstandandi árs. Einnig ákveðið að funda í verkefnahóp um kynningamál. 
    2. Fjármál: Sagt frá fundi með heilbrigðisráðherra þar sem honum var kynnt tillaga um mögulega fjármögnunarleið. Rætt um næstu skref varðandi fjármögnun. Menn sammála um að mikilvægt sé að fá skýra afstöðu fjármálaráðherra til fjármögnunarleiða og að Spítalinn okkar sé ekki að setja fram tillögu þvert á þá afstöðu. Ákveðið að bjóða ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins á stjórnarfund. Einnig ákveðið að funda í verkefnahóp um fjármögnun.
    3. Öflun nýrra stofnfélaga:  Stofnfélagar eru nú 815. Nauðsynlegt að halda áfram að afla stofnfélaga fram að aðalfundi. Ákveðið að halda fund í verkefnahóp um öflun stofnfélaga.    

 

  1. Önnur mál.
    1. Undirbúningur aðalfundar: Aðalfundur verður fimmtudaginn 26. mars kl. 16.00.  Anna Elísabet hefur kynnt að hún verði ekki í framboði til stjórnar á fundinum.   Dagskráin verður hefðbundin. Ákveðið að vera með stutt málþing í lok aðalfundar og reyna að fá fyrirlesara frá Norðurlöndunum til að ræða ávinningin af því að flytja sjúkrahús starfsemi í nýtt húsnæði og að fá nýjan landlækni til að flytja erindi. Einnig mun Magnús Heimisson kynna árangur af kynningarstarfi Spítalans okkar.

Fundi slitið kl. 17.35      Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is