22. fundur stjórnar

22. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 13. apríl  2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöđinni.

 Mćtt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir, Sigríđur Rafnar Pétursdóttir og Ţorkell Sigurlaugsson. Forföll bođuđu: Jón Ólafur Ólafsson og Kolbeinn Kolbeinsson.

Gestur fundarins var Ingólfur Ţórisson, framkvćmdastjóri á Landspítala.

Anna setti fundinn og var ţví nćst gengiđ til dagskrár.

 1. Stađsetning nýbygginga Landspítala. Ingólfur Ţórisson kynnir helstu rökin fyrir ákvörđun um stađsetningu.Ingólfur kynnti helstu rök fyrir ákvörđun um stađsetningu. Hann studdist viđ sömu kynningu og hann notađi í erindi sínu um stađsetninguna á ráđstefnunni Dagur verkfrćđinnar  sem haldin var á Hilton Nordica ţann 10. apríl sl. Í framhaldi var rćtt um umrćđuna sem átt hefur sér stađ undanfariđ um stađsetninguna. Fram kom ađ eitt af markmiđum Spítalans okkar á komandi starfsári vćri ađ miđla enn frekar upplýsingum um helstu rök fyrir ákvörđuninni. Rćtt var um ađ skođa ađ halda viđburđ ţar sem landsmenn gćtu komiđ og fengiđ góđar og gagnlegar upplýsingar um ákvörđun um stađsetninguna
 2. Stjórn skiptir međ sér verkum.  Formađur kom međ tillögu ađ eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar:
 • Gunnlaug Ottesen: ritari.
 • Jón Ólafur Ólafsson: međstjórnandi.
 • Kolbeinn Kolbeinsson: kynningar.
 • Oddný Sturludóttir: vefmiđlun.
 • Sigríđur Rafnar Pétursdóttir: gjaldkeri.
 • Ţorkell Sigurlaugsson: varaformađur.

Tillagan var samţykkt einróma.

  3. Verkefnin framundan.  Formađur lagđi fram tillögu ađ verkefnum samtakanna á vor og haustmisseri 2015. Tillagan byggir á ađ megin áherslan í starfinu verđi kynningarmál og ţá međal annars ađ efla upplýsingamiđlun um helstu rök fyrir ákvörđun um stađsetningu og setja aukinn kraft í virkni vefmiđla samtakanna. Einnig er mikilvćgt fyrir samtökin ađ fá reglulega upplýsingar um vinnu bygginganefnar nýs Landspítala.

Verkefni samtakanna eru unnin í vinnuhópum í umsjón stjórnamanna. Ákveđiđ var ađ hafa tvo virka vinnuhópa á komandi starfsári, vinnuhóp um kynningamál og vinnuhóp um vefmiđlun.

Verkefni samtakanna á komandi starfsári verđa rćdd frekar á nćsta fundi stjórnar.

  4. Önnur mál.

 • Stjórnarfundir nćstu vikur.  Ákveđiđ var ađ fundir stjórnar, fram á sumar, verđi annan hvern mánudag kl. 16:00 -18:00. Fundirnir eru oftast haldnir í Heilsuverndarstöđinni.
 • Vefmyndband.  Veriđ er ađ vinna í handriti, nánari upplýsingar á nćsta fundi.
 • Fjármögnun.  Rćtt var um fjármögnun á kynningarmálum samtakanna. Ýmsar hugmyndir rćddar sem unniđ verđur nánar međ.

Fundi slitiđ kl. 18:00.

Nćsti fundur verđur mánudaginn 27. apríl kl. 16.00.

Gunnlaug Ottesen ritađi fundargerđ.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is