22. fundur stjórnar

22. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 13. apríl  2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll boðuðu: Jón Ólafur Ólafsson og Kolbeinn Kolbeinsson.

Gestur fundarins var Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á Landspítala.

Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.

  1. Staðsetning nýbygginga Landspítala. Ingólfur Þórisson kynnir helstu rökin fyrir ákvörðun um staðsetningu.Ingólfur kynnti helstu rök fyrir ákvörðun um staðsetningu. Hann studdist við sömu kynningu og hann notaði í erindi sínu um staðsetninguna á ráðstefnunni Dagur verkfræðinnar  sem haldin var á Hilton Nordica þann 10. apríl sl. Í framhaldi var rætt um umræðuna sem átt hefur sér stað undanfarið um staðsetninguna. Fram kom að eitt af markmiðum Spítalans okkar á komandi starfsári væri að miðla enn frekar upplýsingum um helstu rök fyrir ákvörðuninni. Rætt var um að skoða að halda viðburð þar sem landsmenn gætu komið og fengið góðar og gagnlegar upplýsingar um ákvörðun um staðsetninguna
  2. Stjórn skiptir með sér verkum.  Formaður kom með tillögu að eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar:
  • Gunnlaug Ottesen: ritari.
  • Jón Ólafur Ólafsson: meðstjórnandi.
  • Kolbeinn Kolbeinsson: kynningar.
  • Oddný Sturludóttir: vefmiðlun.
  • Sigríður Rafnar Pétursdóttir: gjaldkeri.
  • Þorkell Sigurlaugsson: varaformaður.

Tillagan var samþykkt einróma.

  3. Verkefnin framundan.  Formaður lagði fram tillögu að verkefnum samtakanna á vor og haustmisseri 2015. Tillagan byggir á að megin áherslan í starfinu verði kynningarmál og þá meðal annars að efla upplýsingamiðlun um helstu rök fyrir ákvörðun um staðsetningu og setja aukinn kraft í virkni vefmiðla samtakanna. Einnig er mikilvægt fyrir samtökin að fá reglulega upplýsingar um vinnu bygginganefnar nýs Landspítala.

Verkefni samtakanna eru unnin í vinnuhópum í umsjón stjórnamanna. Ákveðið var að hafa tvo virka vinnuhópa á komandi starfsári, vinnuhóp um kynningamál og vinnuhóp um vefmiðlun.

Verkefni samtakanna á komandi starfsári verða rædd frekar á næsta fundi stjórnar.

  4. Önnur mál.

  • Stjórnarfundir næstu vikur.  Ákveðið var að fundir stjórnar, fram á sumar, verði annan hvern mánudag kl. 16:00 -18:00. Fundirnir eru oftast haldnir í Heilsuverndarstöðinni.
  • Vefmyndband.  Verið er að vinna í handriti, nánari upplýsingar á næsta fundi.
  • Fjármögnun.  Rætt var um fjármögnun á kynningarmálum samtakanna. Ýmsar hugmyndir ræddar sem unnið verður nánar með.

Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur verður mánudaginn 27. apríl kl. 16.00.

Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is