24. fundur stjórnar

24. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 18. maí  2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. 

 Ákveðið að ganga til dagskrár þó fundurinn væri ekki ákvarðanabær

 1.    Fundargerð 23. fundar samþykkt og undirrituð.

2.    Kynningarmál;   Ákveðið að fresta þessum lið.  

3.    Fréttir frá bygginganefnd NLSH;

Útboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna var auglýst 25. apríl s.l. Kynningarfundar var 11. maí og mættu 40 manns.  Fullnaðarhönnun sjúkrahótels verður skilað 20. júní og áætlað að bjóða framkvæmdir út síðar í sumar.  Útboð í framkvæmdir á norðurlóð Hringbrautar var auglýst 9. maí og verða tilboð opnuð 2. júní.  Verkið er á norðurhluta hluta lóðar Landspítala við Hringbraut milli Kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs. Verkið felst meðal annars í:  Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt allri jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið.
Allri vinnu við lagnir á svæðinu. Uppsteypu tengiganga og stoðveggja. Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt öllum lóðafrágang. 

Talsverð umræða varð um framkvæmd nýbygginga og tímalengd þeirra. Einnig lýstu stjórnarmenn áhyggjum af að ekki er búið að ákveða hvernig heildarverkið verður fjármagnað.

4.    Önnur mál:

Næsti fundur verður 8. júní n.k.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00

 Fundargerð ritaði    Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is