26. fundur stjórnar

26. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 22. júní 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Oddný Sturludóttir.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.

Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.

  1. Fundargerð 25. fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Málþing á haustmisseri.  Formaður rifjaði upp umræðu stjórnarmanna um sama mál frá fundi stjórnar þann 8. júní. Í framhaldi spunnust töluverðar umræður um markmið með málþinginu, efnistök, dagskrá, tímasetningu og annan undirbúning. Ákveðið var að halda málþingið á haustmánuðum og skoða enn frekar hvaða dagsetningar eru mögulegar. Formanni var falið að vinna áfram að undirbúningi málþingsins í samstarfi við stjórnarmenn.
  3. Kynningarmál.  Formaður og almanntengill fóru yfir hver staðan væri á kynningarmálum samtakanna. Í framhaldi var rætt um mikilvægi þess „að halda umræðunni á lofti“ og leggja áherslu á mikilvægi þess að ekkert mætti tefja framkvæmdir við uppbygginguna því tafir væru nú þegar orðnar allt of miklar. Rætt var um leiðir og mikilvægi þess að nýta alla fjölmiðla og vefmiðla til að miðla upplýsingum s.s. dagblöð, tímarit, útvarp, sjónvarp, nýmiðla og vefmiðla. Formanni var falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn út frá þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum.
  4.  Önnur mál
  • Rætt var um fjármál samtakanna. Formaður er með fjármögnunarverkefni í vinnslu.

 Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur verður mánudaginn 17. ágúst kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is