38. fundur stjórnar

38. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Oddný Sturludóttir.

Gestir fundarins voru Gunnar Svarvarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala og Magnús Heimisson, almannatengill.

 Formaður setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.

 1. Fundargerð 37. fundar til samþykktar og undirritunar. Fundargerðin var ekki tilbúin og verður því samþykkt á næsta fundi.

2. Magnús Heimisson kynnti fjölmiðlagreiningu á umfjöllun um nýjan Landspítala vegna tímabilsins ágúst 2015 -janúar 2016.  Um er að ræða hefðbundna innihaldsgreiningu þar sem m.a. eru greindir helstu þátttakendur í umræðu um byggingu nýs Landspítala.

3. Nýr Landspítali – skipulag og framkvæmd. Gunnar Svavarsson kynnti verkskipulag framkvæmda við nýbyggingar Landspítala. Fram kom í máli Gunnars að unnið er samkvæmt notendastuddri hönnun. Skipaðir hafa verið samráðshópar um hönnun eininga í meðferðarkjarna, sem í eiga sæti fulltrúar Landspítala og Nýs Landspitala. Einnig hefur verið skipað aðalsamráð sem skipað er fulltrúum Nýs Landspítala, Landspítala, Háskóla Íslands, Framkvæmdasýslu ríkisins.

4. Undirbúningur aðalfundar og málþings tengt honum. Formaður greindi frá stöðu undirbúningsins og fór yfir helsu atriði sem eru enn í vinnslu. Drög að skýrslu stjórnar verða send fundarmönnnum til yfirlestrar.

5. Önnur mál. Engin.

Fundi slitið kl. 13:00.

Næsti fundur verður mánudaginn 14. mars kl. 12:00 í Heilsuverndarstöðinni.

Gunnlaug ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is