43. Fundur stjórnar

43. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 13. júní 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Forföll: Þorkell Sigurlaugsson. Gestur fundarins var Magnús Heimisson, almannatengill.

 Anna setti fundinn og síðan var gengið  til dagskrár.

  1. Fundargerðir 41. og 42. fundar samþykktar og undirritaðar.
  2. Fréttir af bygginaverkefninu
  • Fjölmiðlaumfjöllun-greining. Magnús fór yfir fjölmiðlagreiningu fyrir tímabilið febrúar til apríl. Fram kom að aukning hefði verið  í umfjöllun um byggingaverkefnið. Mat á umfjölluninni er að mikill meirihluti frétta er jákvæður eða hlutlaus.
  • Verkefnið sjálft. Formaðurinn fór yfir stöðuna. Fram kom að í byrjun júní hefði verið fundur með hönnuðunum og þar sem fram kom að búið væri að rýna forhönnunina og fara erlendis til að skoða sambærilega verkefni. Ýmsar ábendingar um betrumbætur hafa komið fram m.a. ábendingar tengdar flæði og aðgreiningu sjúklinga og aðra umferð um húsið. Einnig eru uppi hugmyndir um að brjóta stærstu bygginguna upp í minni byggingar.

   3. Kynningarmál

  • Eftir fund með BSRB. Formaður mun senda tölvupóst á stjórnarmenn vegna þessa.
  • Fundur með stjórnmálaflokkunum. Markmið með fundunum er að fræða stjórnmálamenn fyrir komandi kosningar um stöðu bygginaverkefnisins og mikilvægi þess að engar tafir verði á framkvæmdum. Formaður  mun skipuleggja fundina.

   4. Önnur mál:

  • Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 12:55

Næsti fundur verður mánudaginn 22. ágúst kl. 12.00 að Skúlatúni 21.

Gunnlaug ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is