5. fundur stjórnar

Spítalinn okkar – landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala

 5. stjórnarfundur  haldinn 2. júní  kl. 15.00 í Heilsuverndarstöðinni.

Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Bjarney Harðardóttir boðaði forföll

1.Fundargerðir 3 og 4. fundar samþykktar.

2. Lagalegar hindranir vegna fjármögnunar bygginga nýs húsnæðis Landspítala.

Garðar Garðarsson hefur unnið ítarlega samantekt um lagaumhverfi NLSH og áorðnar   breytingar á upphaflegu lögunum frá 2010. Í þeim lögum er fjármálaráðherra heimilað að stofna opinbert hlutafélag sem hafi þann tilgang að standa að undirbúningi og útboði á byggingu nýs Landspítala, háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík, með það að markmiði að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu þegar byggingaverktaki hefur lokið umsömdu verki. Einnig er hlutafélaginu heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Þessum lögum var breytt árið 2013. Þá eru felld út ákvæðin um að tilgangur félagsins væri að standa að útboði með það markmið að ríkið taki bygginguna á leigu, en sett inn ákvæði um að um  fullnaðarhönnun, byggingu og útboð hins nýja spítala skulu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda.   Í skýringum Garðars kemur fram að með lagabreytingum frá 2013  hafi orðið sú grundvallarbreyting, að horfið verði frá  leiguleiðinni og að byggingarframkvæmir verði hefðbundin opinber framkvæmd og mun Framkvæmdasýsla ríkisins fara með stjórn verklegrar framkvæmda og Ríkiskaup að annast útboð.

 Talsverðar umræður urðu um hvaða þýðingu lögin hafi fyrir starf samtakanna þar sem eitt af markmiðum þeirra er að finna leiðir til fjármögnunar.

 3. Fundir verkefnahópa. Þorkell Sigurlaugsson gerði grein fyrir fyrsta fundi verkefnahóps um  fjármögnun.

 4. Önnur mál

a. Formaður minnti á Samráðsþing bygginganefndar NLSH verður haldið 4. júní nk. í Barnaspítala Hringsins –Hringsal

 b. Næsti fundur ákveðin 30 júní kl. 16.00

Fundi slitið kl. 17.00 Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is