60. fundur stjórnar

60. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 26. september 2017 kl. 12-12:45 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson.

 1.  Starf stjórnar í ljósi komandi kosninga – umræður um breytt landslag í stjórnmálum

  • Tímaramminn er þröngur (kjördagur 28. okt. nk.) og ekki líkur til að stjórnmálaflokkarnir hafi mikið svigrúm til fundahalda með SO.
  • Rætt var að senda áskorun til þeirra flokka sem fá þingmenn kjörna, eftir kosningar. Í henni mætti fara yfir það sem gott er í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi (fráfarandi ríkisstjórnar) og hvað ekki, frá sjónarhóli SO.
  • Ennfremur að nálgast fulltrúa þeirra flokka sem ekki náðist að funda með fyrir síðustu kosningar, svo og nýrra framboða. AS tekur að sér að uppfæra upplýsingablaðið um SO sem sent var til stjórnmálaflokkanna í fyrra og miðla því til a.m.k. fyrrgreinda aðila, með boði um að hitta fulltrúa þeirra ef áhugi er fyrir hendi.
  • Á framboðsfundum í aðdraganda kosninga mætti jafnframt varpa fram spurningum tengdum uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala, í því skyni að krefja frambjóðendur um svör að því er stefnu hlutaðeigandi flokka í þeim efnum varðar.

 2.  Upplýsingafundur með félögum

  • Stefnt var að því að halda upplýsingafund með félögum í SO í byrjun nóvember nk. Vegna breyttra aðstæðna (kosninga) þykir rétt að fresta þeim fundi. Huga að nýrri tímasetningu þegar línur taka að skýrast betur.
  • Hins vegar þykir rétt að huga að upplýsingamiðlun til félaga um stöðu mála, í fréttabréfi (AS). Vakin var athygli á nýrri tölvugerðri mynd af meðferðarkjarna-húsinu á vefsíðu Nýs Landspítala, væntanlegt útlit hefur tekið breytingum og vakti hrifningu fundarmanna.

 3.  Önnur mál

  • Einhverjar tafir munu fyrirsjáanlega verða á afhendingu sjúkrahótelsins, sem fyrirhuguð var í október.
  • OS upplýsti að boð hafi borist frá Stefnu, sem annast vefsíðu félagsins, um árlega uppfærslu eða breytingar. Stjórn þiggur með þökkum, rætt að skipta a.m.k. út myndum af meðferðarkjarnanum.  
  • AS upplýsti að innheimta félagsgjalda hefði gengið vel, þó að einhver hluti útsendra greiðsluseðla skili sér ekki. Leggja þarf áherslu á að innheimta félagsgjalda er eina tekjulind SO, hvetja skráða félaga til að greiða þau. Nýir greiðsluseðlar eiga að birtast í netbönkum félaga 1. október nk.
  • Ákveðið að funda að nýju eftir tvær vikur, þriðjudaginn 10. október kl. 12-13 (sjá hvernig umræðan þróast).

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.50          

 Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is