64. fundur stjórnar

63. stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 14. nóvember  2017  kl. 12.00 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir

 

  1. Fundargerðir 61, 62 og 63 funda stjórnar samþykktar.
  2. Verkefni ársins 2018. Ný ríkisstjórn er með Hringbrautarverkefnið í forgangi, þó er það áhyggjueefni að ekki er talað um rannsóknarhúsið í stjórnarsáttmálanum einungis um meðferðarkjarnanum. Mikilvægt að fylgja eftir framkvæmdum við rannsóknarstofuhúsið. Ákveðið að fá fund með nýjum heilbrigðisráðherra, kynna Spítalann okkar, fara yfir Hringbrautarverkefnið og ræða rannsóknarstofuhúsið sérstaklega. Kynningarmál. Ákveðið að fá kynningu á stöðunni á hönnun meðferðarkjarnans á aðafundi 15. mars. n.k. Senda bréf til félaga í byrjun nýs árs með upplýsingum um Hringbrautarverkefnið. Mikilvægt að efla facebook síðuna, setja meira efni inn á hana og fylgjast betur með fréttum af framkvæmdum og af Landspítala. Einnig má fylgjast betur með fjölmiðlavaktinni.
  3. Önnur mál.Næsti fundur verður 16. janúar.

 Fundi slitið kl. 13.00

 Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð.

 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is