65. fundur stjórnar

65. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 23. janúar 2018 kl. 12-13:15 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð. Forföll: Jón Ólafur og Kolbeinn.  

 1.         Fundargerð 64. fundar samþykkt.

 

2.         Kynningarmál o.fl.  

a) Almennar umræður um umfjöllun fjölmiðla um Hringbrautarverkefnið og viðbrögð. Bílastæðamál hafa m.a. verið í deiglunni undanfarið. Rætt að mæta þurfi neikvæðri umræðu; bregðast við og varpa ljósi á jákvæðar úrlausnir. Bílastæðum er t.d. hægt að fjölga. Í fyrsta áfanga er eitt  bílastæðahús og annað í öðrum áfanga..

 

Fréttir af framkvæmdum við sjúkrahótel hafa líka verið í fjölmiðlum nýverið. Verktakinn er u.þ.b.ári á eftir með verkið. Tafir orðið m.a. vegna tafa á afhendingu klæðningar, auk þess sem leysa þurfti praktísk vandamál er tengdust hönnun. Nokkrar umræður urðu meðal fundarmanna um að óheppilegt væri að fagurfræðileg atriði tefðu framkvæmdirnar, aðalatriðið hlyti að vera góð ending húsakynna nýs spítala og framkvæmdahraði. Ekki liggur enn fyrir ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag sjúkrahótelsins.  Rætt að nýta vef- og facebook-síðu SO til að deila fréttum með jákvæðum viðbrögðum.

 

b) Rangfærslur um verkefnið og umhverfi þess - efnistök. Þorkell tók saman tímalínu um verkefnið frá árinu 2000 og miðlaði á fundinum. Eftir árið 2010 var alls ekki raunhæft að hætta við uppbygginga á Hringbraut. Árið 2013 fóru skipulagsbreytingar samþykktar.  Rætt var að tala m.a. út frá samantektinni á aðalfundi SO í mars.

 

3.         Aðalfundur 2018. Verður haldinn 15. mars nk. kl. 16:15. Vangaveltur um mögulega ræðumenn á fundinum, rætt/ákveðið á næsta fundi.  Sigríður  hefur upplýst formann stjórnar að hún hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

 

 4.         Önnur mál. Farmkvæmdastjóri NLSH er til reiðu búinn að hafa opið hús fyrir félagsmenn í SO þegar sjúkrahótelið verður opnað.

 Stefnt að fundahöldum e. 2 vikur.

 Fleira ekki gert.

 Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir

 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is