9. fundur stjórnar

Spítalinn okkar – landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala

 9. stjórnarfundur  haldinn 15.september  kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Bjarney Harðardóttir í síma, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen og Þorkell Sigurlaugsson. Anna Elísabet Ólafsdóttir og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.

Gestir fundarins voru Jóhannes M. Gunnarsson og Magnús Heimisson frá verkefnahóp um kynningarmál

 1.    Fundargerðir 7. og 8. fundar stjórnar samþykktar og undirritaðar

2.   Kynningarmál; Magnús Heimisson kynnti tillögur verkefnahóps um kynningarmál. Fram kom í máli hans að mikilvægt væri að Spítalinn okkar setti sér markaðssamskiptaáætlun og skapaði vitund meðal almennings um verkefnið og markmið samtakanna.  Verkefnahópurinn leggur til að umfjöllun um verkefnið verði umtalsverð á næstu vikum og mánuðum til að ná til allra markhópa. T.d. er lagt til að Spítalinn okkar verði með atburð í Ráðhúsi Reykjavíkur og Menningarhúsinu Hofi á Akureyri,  einnig að samtökin fái inni í Kastljósi og að þar verði umfjöllun um heilbrigðismál sem tengjast verkefninu.    Bjarney kom í símann þegar umræður byrjuðu. Hún lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að Spítalinn okkar næði til almennings og kæmi skilboðum skýrt á framfæri. Setja þyrfti fram megin skilaboðin. Rökin fyrir mikilvægi nýbygginga yrðu að vera skýr og allar stærðir í samhengi. Meginverkefnin eru að búa til markaðssamskiptaáætlun, hanna meginskilaboð, móta aðgerðir og viðbrögð, velja samskipaaðferðir, kortleggja fjölmiðla og fjölmiðalfólk og meta árangur. Bjarney lagði líka áherslu á að Spítalinn okkar yrði að fá einstakling til að vinna þetta verkefni.  Góðar umræður urðu um þetta mikilvæga mál. Fram að Anna og Jóhannes væru að undirbúa kynningarfundi og að byrjað yrði á LSH. Ákveðið að leita styrkja til að fjármagna kynningarstarfið í heild sinni og mun Anna taka það að sér.   

 3. Önnur mál;

Næsti fundur ákveðin 29. september kl. 16.00 í húsnæði Landslaga Borgartúni 26

Fundi slitið kl. 18.00

Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is