Ađalfundur Spítalans okkar 2020

Ađalfundur Spítalans okkar 2020

Fundurinn fór fram ţann 9. júní á Nauthóli, Nauthólsvík. Fundurinn hófst kl. 16.00 og hátt í 40 manns sóttu fundinn.

Dagskrá

1) Hefđbundin ađalfundarstörf
2) Skyggnst inn í nýjan međferđarkjarna Landspítala – Ögmundur Skarphéđinsson, arkitekt
3) Hlutverk međferđarkjarna á tímum farsótta – Már Kristjánsson, yfirlćknir smitsjúkdóma Landspítala
4) Tćkninýjungar og framtíđarsýn í heilbrigđismálum – María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands flutti lokaorđ.

Setning og skýrsla stjórnar
Anna Stefánsdóttir, formađur stjórnar Spítalans okkar setti ađalfundinn og bađ Ástu Möller, hjúkrunarfrćđing ađ taka viđ stjórnartaumunum. Ásta Möller fór yfir dagskrá fundarins og bauđ Önnu Stefánsdóttur ađ flytja skýrslu stjórnar. Anna hóf mál sitt á ţví ađ rifja upp höfuđmarkmiđ samtakanna frá stofnun ţeirra sem eru:

  • Ađ efla skilning og stuđning međal almennings og stjórnvalda á nauđsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans
  • Ađ varpa ljósi á brýna ţörf uppbyggingar á spítalaţjónustu vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar og breytinga í aldurssamsetningu ţjóđarinnar – og nauđsynlegum framförum í ţjónustu og međferđ sjúklinga.
  • Ađ kynna fyrirliggjandi áćtlanir um endurnýjun og viđbćtur viđ húsnćđi spítalans

Anna reifađi helstu tíđindi úr starfi samtakanna á árinu 2019.

  • Glćsilegt afmćlismálţing var haldiđ áriđ 2019 en samtökin náđu fimm ára aldri á árinu. Afmćlismálţingiđ var haldiđ ţann 12. nóvember og var mjög vel sótt.
  • Ţorkell Sigurlaugsson, varaformađur samtakanna setti afmćlismálţingiđ og Anna Stefánsdóttir, formađur flutti erindi sem hún kallađi Ţörfin kallar hćrra međ hverju árinu. Er ţađ tilvitnun í Ingibjörgu H. Bjarnason úr rćđu hennar á Alţingi áriđ 1923, ţar sem hún eggjađi ţingheim til ađ draga ekki lengur ađ byggja spítala á Íslandi.
  • Alma Möller landlćknir flutti erindiđ: Nýtt ţjóđarsjúkrahús – framţróun heilbrigđisţjónustu.
  • Sigríđur Gunnarsdóttir, framkvćmdastjóri hjúkrunar á Landspítala flutti erindiđ: Vísindi og menntun til framtíđar.
  • Charlotta Tönsgĺrd, framkvćmdastjóri og stonfandi heilbrigđistćknisprotans KIND APP flutti erindiđ Learnings and warnings from the boom of „digital health“ in Sweden.
  • Lokaorđ flutti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigđisráđherra.

Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs lék tónlist fyrir gesti, sem einnig ţáđu léttar veitingar ađ málţingi loknu.

Anna reifađi helstu áfanga byggingarverkefnisins á árinu 2019, en ţeir stćrstu eru framkvćmdir viđ gatnagerđ og jarđvinnu vegna byggingar međferđarkjarna, bílakjallara og gatna á lóđinni. Uppsteypa međferđarkjarnans hefst fljótlega. Nýr Landspítali (NLSH) undirbýr nú framgang rannsóknarhúss en jarđvinna ţar gćti hafist í byrjun árs 2021.

Ársreikningur samtakanna áriđ 2019
Gunnlaug Ottesen, gjaldkeri stjórnar, fer yfir ársreikning samtakanna. Rekstrarniđurstađa ársins var neikvćđ um 291.291 krónur en efnahagsreikningur sýnir fram á ađ eigiđ fé sé rúmar 1.8 milljónir króna. Engar skuldir hvíla á samtökunum. Ársreikningur samtakanna er samţykktur af ađalfundargestum.

Kjör stjórnarfólks
Sitjandi stjórnarfólk býđur sig fram aftur, utan Kristjáns Erlendssonar. Ásgeir Ţór Árnason býđur sig fram í stjórn. Formađur er kosinn sérstaklega og í frambođi er Anna Stefánsdóttir. Hún er einróma kjörin formađur samtakanna af ađalfundargestum. Ađrir í frambođi hljóta áframhaldandi brautargengi.

Stjórn er ţá ţannig skipuđ starfsáriđ 2020-2021.

Anna Stefánsdóttir, formađur
Ţorkell Sigurlaugsson, varaformađur
Oddný Sturludóttir, ritari
Gunnlaug Ottesen, gjaldkeri
Guđrún Ágústsdóttir, međstjórnandi
Jón Ólafur Ólafsson, međstjórnandi
Ásgeir Ţór Árnason, međstjórnandi

Önnur mál  
Ögmundur Skarphéđinsson, arkitekt flutti erindi sem hann nefndi Skyggnst inn í nýjan međferđarkjarna Lansdspítala. Ögmundur sýndi ţrívíddarmyndir af völdum einingum međferđarkjarnans og fjallađi um ţađ hvernig hönnun sjúkrahúsbygginga, birta og gróđur geti stuđlađ ađ heilsu manna.

Már Kristjánsson, yfirlćknir smitsjúkdóma Landspítala flutti erindi um hlutverk međferđarkjarna á tímum farsótta. Hann fór yfir hönnun međferđarkjarnans og hvernig sveigjanleiki hennar gerir heilbrigđisstéttum kleift ađ takast á viđ flóknar farsóttir. Már sagđi ađ viđbrögđ viđ farsótt byggi á eđli farsóttarinnar, samstilltum hópi fagfólks, vel hönnuđu og sveigjanlegu húsnćđi og ţekkingu á ţví, hćfileikaríku starfsfólki, rannsóknarstofum međ fullnćgjandi greiningargetu, nćgjanlegum birgđum og upplýsingatćkni.

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga flutti lokaorđ og fjallađi um tćkninýjungar og framtíđarsýn í heilbrigđismálum. Hún lagđi áherslu á ađ bygging nýs Landspítala snúist ekki um umferđarteppur, burđarţol og skipulagsmál. Bygging nýs Landspítala snúist um fólk og samstarf fagstétta, innan og utan spítalans. María hvatti til ţess ađ öflug fjarţjónusta verđi byggđ upp í heilbrigđiskerfinu, međ ţverfaglegum teymum og öflugri heilsugćslu um allt land.

Góđur rómur var gerđur ađ máli og myndum Ögmundar, Más og Maríu.
Ásta Möller sleit ađalfundi samtakanna Spítalinn okkar kl. 17.30.

Fundargerđ ritađi Oddný Sturludóttir.


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is