Aðstaðan vægast sagt óboðleg

Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifaði eftirfarandi í fésbókarsíðu sína:
Hvar er peningarnir sem fengust fyrir Landssímann? Við þurfum nýtt þjóðarsjúkrahús og það þolir enga bið. Hef þurft að gista hérna af og til s.l. 8 ár í tengslum við svefnrannsókn hjá dóttur minni. Aðstaðan hér hefur öll þessi ár verið "óboðleg" vægast sagt og núna langaði mig til að snúa við og fara heim. Ég er alveg undrandi á því að íslensk stjórnvöld skuli hafa leyft þessu að fara svona. Þessi bygging stenst ekki aðgengiskröfur samtímans og það er ekkert vit í að fara að eyða stórum fjárhæðum í "viðhald" á húsnæði sem uppfyllir ekki skilyrði um aðgengi fyrir alla. Vinnuaðstaða starfsfólks er hörmulegt en ég gleðst í hjarta mínu yfir því að þrátt fyrir allt skuli enn vera til fólk sem fæst til að vinna hérna. Hef grun um að það séu ekki bara launin sem lokka íslenska heilbrigðisstarfsmenn úr landi.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is