Fjölgun stofnfélaga

Spítalinn okkar hefur sett sér það markmið að fjölga stofnfélögum um 600 á næstu vikum og mánuðum.  Af því tilefni ritaði formaður öllum 400 stofnfélögunum bréf, sjá hér að neðan.

Megin markmið samtakanna Spítalinn okkar, sem stofnuð vorum 9. apríl sl. er að auka stuðning og skilning meðal almennings, stjórnvalda og fjárfesta á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti Landspítala. Landspítali er þjóðarsjúkrahús og því mikilvægt að sem flestir fylki sé um að hann verði áfram öflugur. Það verður ekki nema nýbyggingarnar rísi sem fyrst.

 

Ágæti stofnfélagi.

Starfið í Spítalanum okkar er að byrja að taka á sig mynd.  Fimm verkefnahópar hafa verið stofnaðir og hafa flestir haldið sinn fyrsta fund eða halda hann á næstu dögum. Fimm til níu stofnfélagar eru í hverjum  verkefnahóp.

Okkur í stjórninni finnst mikilvægt að stofnfélagar fylgist með starfinu. Besta leiðin til þess er að fylgjast með á vefsíðunni www.spitalinnokkar.is . Þar má m.a finna fundargerðir stjórnar, fréttir af starfinu og annað efni um byggingaverkefnið.  Einnig er hægt að fylgjast með á fésbókarsíðunni.

Alls hafa 400 einstaklingar gerst stofnfélagar í Spítalanum okkar og tvö félagasamtök. Verkefnahópur um öflun nýrra stofnfélaga fundaði fyrir skemmstu.  Þau settu sér það markmið að fjölga stofnfélögum um 600 á næstu vikum og mánuðum.   Besta leiðin til að fjölga í hópnum er biðja núverandi stofnfélaga að afla nýrra meðal sinna vina og/eða fjölskyldu. Hægt er að gerast stofnfélagi fram að fyrsta aðlafundi samtakanna.

Ég bið þig að taka þátt í að fjölga stofnfélögum með því að fá í hið minnsta  einn einstakling til að skrá sig í samtökin.   Best er að skrá sig með því að fara inn á vefsíðuna og á hlekkinn „gerast stofnfélagi“ sem er til hægri á forsíðunni.

Kynningarbæklingurinn um Spítalann okkar hefur verið sendur öllum stofnfélögum og er einnig á fésbókarsíðunni. Bæklingurinn er núna í endurskoðun.  Hann verður sendur öllum nýjum stofnfélögum og settur á vefsíðuna.  Einnig er á vefsíðunni annað efni sem gott er að nota til kynningar.

Ég vonast til að þú takir þessu erindi vel og við náum markmiðum okkar um fjölgun stofnfélaga á næstu vikum

Bestu kveðjur,

Anna Stefánsdóttir, formaður

 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is