Sjúkrahótel afhent fullbúið til notkunar 31. janúar

Sjúkrahótel afhent fullbúið til notkunar 31. janúar
Sjúkrahótelið

Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í uppbyggingu Landspítala. Öll aðstaða í sjúkrahótelinu er til fyrirmyndar, meðal annars er þar  sérútbúin aðstaða fyrir fjölskyldur og  einstaklinga í hjólastól. Áhersla verður lögð á heimilislegt umhverfi og gæði í veitingaþjónustu, heilbrigðistengdri þjónustu. Þá verður rík áhersla lögð á að veita félagslega ráðgjöf, endurhæfingu og aðra stoðþjónustu sem mikilvæg er fyrir sjúklinga á batavegi.

Aðstandendur geta verið mikilvægur þáttur í bataferli sjúklinga og á sjúkrahótelinu er tekið tillit til þess. 

Gistirými sjúkrahótelsins eru 75 og með tilkomu þess er stigið stórt skref í betri þjónustu Landspítala.

 

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is