Stútfullt sérblađ međ Fréttablađinu um uppbygginguna viđ Hringbraut

Í sérblađinu um uppbyggingu Landspítalans viđ Hringbraut eru m.a. viđtöl viđ núverandi og marga af fyrrverandi heilbrigđismálaráđherrum ţjóđarinnar um mikilvćgi uppbyggingarinnar viđ Hringbraut.

Einnig er rćtt viđ tvo háskólarektora, Jón Atla rektor HÍ og Ara Kristin rektor HR. Anna okkar Stefánsdóttir, formađur samtakanna Spítalinn okkar er einnig til viđtals, sem og ţeir arktektar og hönnuđir sem hafa yfirumsjón međ verkefninu.

Ţá er rćtt viđ framkvćmdaađila sjúkrahótelsins sem óđum tekur á sig mynd og rćtt er viđ Ásdísi Hlökk, forstjóra Skipulagsstofnunar sem segir ađ stađsetning spítalans viđ Hringbraut sé í ágćtu samrćmi viđ ađra skipulagsáćtlanir höfuđborgarinnar.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eru einnig teknir tali og fjalla um mikilvćgi uppbyggingarinnar fyrir landsmenn alla, sama hvar ţeir eru búsettir.

Verkáćtlun fyrir uppbyggingaráformin er gaman ađ glöggva sig á og ţá er einnig umfjöllun og viđtöl viđ fólkiđ sem ber hitann og ţungann af skipulagi ţessa stóra, flókna og mikilvćga verkefnis, fólkiđ hjá Nýjum Landspítala ohf.

Viđ vekjum allra helst athygli á viđtölum viđ fulltrúa stjórnmálaflokkanna. Af ţeim flokkum sem gćtu náđ inn ţingmönnum eru allir, utan eins, sammála um ađ halda beri áfram af fullum krafti uppbyggingu Landspítala viđ Hringbraut.

Ţađ eru mikilvćg skilabođ fyrir nánustu framtíđ. Nćstu ár verđa enda mikilvćg fyrir uppbyggingu íslenskrar heilbrigđisţjónustu - međ uppbyggingu Landspítala viđ Hringbraut sem ţungamiđju.

Krćkja á sérblađiđ er hér


Svćđi

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnćđis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is