18. fundur stjórnar

18. stjórnarfundur haldinn 16. febrúar  2015 kl. 16.00 í Borgartúni 26

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir og Bjarney Harðardóttir boðuðu forföll.

Gestir fundarins voru Jón Karl Snorrason, Snorri Snorrason og Magnús Heimisson

  1. Fundargerð 17. fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Hugmynd að fjáröflun til nýbygginga Landspítala. Bræðurnir Jón Karl og Snorri Snorrasynir kynntu hugmynd sína að fjárölfun vegna tækjakaupa fyrir nýjan Landspítala.  Hugmyndin snýst um að stofna sjóð sem landsmenn geti gefið fé til á afmælisdegi sínum sem framlag til tækjakaupa fyrir Landspítala og jafnvel fleiri heilbrigðistofnanir. Um er að ræða farsíma forrit sem býður afmælisbarninu að gefa í sjóðinn á afmælisdaginn með því að senda afmælisbarninu sms. Símafyrirtækið Vodaphone er reiðubúið að vera með „front“ fyrir öll símafyritæki og fyritækið Allra átta er tilbúið að sjá um tæknihlið verkefnisins. Einnig er þeir bræður búnir að ræða við Persónuvernd.  Í máli þeirra kom fram hvort smatökin Spítalinn okkar væri reiðubúin að vera í forsvari fyrir verkefninu eða eiga þátt í að koma því af stað. Ekki er búið að tryggja fjármagn í verkefnið.  Talsverðar umræður urðu um verkefnið t.d. hversu mikið mundi safnast í slíkan sjóð og hversu mikill áhugi væri meðal almennings að gefa fé í sjóðinn.  Stjórnin ákvað að samtökin geti ekki verið í forsvari fyrir slíku verkefni, enda ekki í samræmi við stofnskrá þeirra. Aftur á móti er stjórin reiðubúin að aðstoða eftir því sem hægt er.
  3. Kynningamál.  Vefmyndbönd og mögulegt samstarf við Þekkingarmiðlun. Magnús Heimisson sagði frá fundi með Eyþóri Eðvarðssyni um gerð vefmyndbands sem lið í kynningarmálun samtakanna. Á fundinum var m.a. farið yfir mögulega þemu slíks myndbands, hvernig ætti að byggja þau upp og hvað væri mest grípandi. Rætt um að fá fólk af Landspítala til að koma fram í myndbandinu. Ákveðið að setja fram nánari hugmyndar og ræða frekar við Eyþór. Ekki er búið að fjármagna gerð myndbandanna en búið að ræða við Smith&Norland og Fastus.
  4. Önnur mál.
    1. Undirbúningur aðalfundar.
    2. Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræðingur gefur kost á sér í stjórn
    3.  Ákveðið að fá Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra á Landspítala til að vera með erindi á fundinum og að Magnús Heimisson segi frá kynningamálunum.

Fundi slitið kl. 18.15.

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is